Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 07:41 Frumvarp Rishi Sunak var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær. Getty/breska þingið Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í neðri deildinni í gær og greiddu 320 atkvæði með því og 276 gegn. Tugir íhaldsþingmanna höfðu lýst því yfir að þeir teldu frumvarpið gallað og hótuðu því að gera uppreisn en þegar uppi var staðið greiddu aðeins ellefu þeirra atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið mun nú fara til meðferðar í efri deild þingisins þar sem líklegt er að því verði mótmælt nokkuð. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur nú í nokkur ár undirbúið flutning hælisleitenda til Rúanda. Hugmyndin er að þeir bíði þar á meðan mál þeirra eru til efnislegrar meðferðar í Bretlandi. Að sögn stjórnvalda mun þetta fækka þeim flóttamönnum sem koma til Bretlands í smábátum sjóleiðina. Dagana áður en frumvarpið fór fyrir þingið höfðu þingmenn á hægri væng breska íhaldsflokksins gert margar tilraunir til að breyta frumvarpinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins voru rökin þau að án breytinga gætu dómstólar komið í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Í gær lagði Robert Jenrick, ráðherra innflytjendamála, fram viðbót við frumvarpið. Hefði viðbótin verið samþykkt hefði frumvarpið og framkvæmd flutninganna verið í andstöðu við mannréttindalög. Jenrick lagði einnig til breytingu sem hefði tryggt ráðherra leyfi til að hafna tilraunum Mannréttindadómstóls Evrópu til að grípa inn í. Mannréttindadómstóllinn hefur fylgst grannt með þessum málum í Bretlandi og kom meðal annars í veg fyrir að flugvél, full af hælisleitendum, yrði send til Rúanda án lagaheimilda í júní 2022. Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Greidd voru atkvæði um frumvarpið í neðri deildinni í gær og greiddu 320 atkvæði með því og 276 gegn. Tugir íhaldsþingmanna höfðu lýst því yfir að þeir teldu frumvarpið gallað og hótuðu því að gera uppreisn en þegar uppi var staðið greiddu aðeins ellefu þeirra atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið mun nú fara til meðferðar í efri deild þingisins þar sem líklegt er að því verði mótmælt nokkuð. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur nú í nokkur ár undirbúið flutning hælisleitenda til Rúanda. Hugmyndin er að þeir bíði þar á meðan mál þeirra eru til efnislegrar meðferðar í Bretlandi. Að sögn stjórnvalda mun þetta fækka þeim flóttamönnum sem koma til Bretlands í smábátum sjóleiðina. Dagana áður en frumvarpið fór fyrir þingið höfðu þingmenn á hægri væng breska íhaldsflokksins gert margar tilraunir til að breyta frumvarpinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins voru rökin þau að án breytinga gætu dómstólar komið í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Í gær lagði Robert Jenrick, ráðherra innflytjendamála, fram viðbót við frumvarpið. Hefði viðbótin verið samþykkt hefði frumvarpið og framkvæmd flutninganna verið í andstöðu við mannréttindalög. Jenrick lagði einnig til breytingu sem hefði tryggt ráðherra leyfi til að hafna tilraunum Mannréttindadómstóls Evrópu til að grípa inn í. Mannréttindadómstóllinn hefur fylgst grannt með þessum málum í Bretlandi og kom meðal annars í veg fyrir að flugvél, full af hælisleitendum, yrði send til Rúanda án lagaheimilda í júní 2022.
Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31
Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12
Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23