Erlent

Kona sem var dæmd fyrir þungunarrof laus úr fangelsi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvenréttindahópar í El-Salvador hafa löngum barist fyrir réttinum til þugnunarrofs.
Kvenréttindahópar í El-Salvador hafa löngum barist fyrir réttinum til þugnunarrofs. Getty/Roque Alvarenga

Ungri konu frá El-Salvador hefur verið sleppt úr fangelsi eftir sjö ára vist en hún var sakfelld fyrir að hafa rofið þungun. Konan var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2015. 

Mál Lilian vakti mikla athygli á sínum tíma en árið 2015, þegar hún var tvítug, fæddi hún stúlkubarn á sjúkrahúsi. Stúlkan dó þremur dögum síðar eftir stutta en erfiða glímu við ýmsa heilsufarskvilla. Þungunarrof í El Salvador er bannað með öllu og er ríkið þekkt fyrir eina ströngustu þungunarrofslöggjöf heims. 

Saksóknarar sökuðu Lilian um að hafa ekki gætt að heilbrigði fóstursins á meðan hún gekk með barnið og var hún ákærð fyrir vanrækslu og morð af ásettu ráði. Lilian, sem á tíu ára gamla dóttur, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist aldrei hafa ætlað að rjúfa þungunina. 

„Fyrir hönd allra kvenna biðla ég til ykkar að hætta að ásaka og dæma saklausar konur eins og mig,“ sagði Lilian á blaðamannafundi í gær. 

„Þetta var mjög erfið lífsreynsla sem ég vona að enginn annar þurfa að ganga í gegnum.“

Samkvæmt baráttuhópum kvenna í El-Salvador var Lilian sleppt úr fangelsi í desember en aðeins mátti greina frá frelsuninni nú. Að sögn hópanna var ákvörðun dómara um að frelsa Lilian byggð á því að hún hafi verið í viðkvæmri stöðu á sjúkrahúsinu þegar barn hennar dó.

Í El-Salvador er bannað með ölu að rjúfa þungun, eins og áður segir. Það á við jafnvel í tilfellum nauðgunar eða þegar þungun leggur líf móðurinnar í hættu. Lögin voru sett árið 1998 og kveða á um það að þeir sem gerist sekir um þugnunarrof eigi yfir höfði sér tveggja til átta ára fangelsisvist. Í mörgum málum eru konur hins vegar ákærðar fyrir morð af ásettu ráði, þar sem lægsta mögulega refsing eru þrjátíu ár í fangelsi.


Tengdar fréttir

Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunar­rof

Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×