Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. janúar 2024 18:56 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. „Það dregur alltaf jafnt og þétt úr og þetta er orðið, hvað eigum við að segja, einstaka strokur með kvikuslettum upp í loftið á nokkurra sekúndna fresti,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi að gerðist næst í eldgosinu norður af Grindavík í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé nokkuð hraunflæði undir eldgosinu, en allt útlit sé fyrir að gosinu fari senn að ljúka. Þegar er hætt að gjósa úr syðri gígnum, sem var Grindavíkurmegin við varnargarða á svæðinu. Þrjú hús urðu hrauni úr þeim gíg að bráð í gær. Þorvaldur segir virknina að mestu bundna við nyrðri gíginn. Enn sé hraunflæði frá honum, en hraunið renni eftir varnargörðum til vesturs. Nýjar gossprungur ólíklegar en faldar sprungur víða Þorvaldur segir ólíklegt að nýjar gossprungur opnist á svæðinu, nú þegar tekið er að draga úr virkninni. „Mér sýnist þetta ætla að fara að enda frekar. Ef það væri ennþá stöðugt flæði af kviku upp, og það væri jafnt, þá myndi virknin á yfirborði líka vera nokkuð jöfn, og ekki breytast mikið. Við höfum séð hið andstæða,“ sagði Þorvaldur. Til að ný sprunga opnaðist þyrfti að verða aukning í hraunflæðinu, en lítið bendi til þess. Þorvaldur var spurður hversu öruggt væri að vera í bænum. Hann benti á að faldar sprungur gætu leynst víða í bænum, eins og björgunarsveitarmaður fékk að kynnast í dag. „En vant fólk það fer mjög varlega. En þetta er ekki staður fyrir almenning,“ sagði Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29 Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 „Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
„Það dregur alltaf jafnt og þétt úr og þetta er orðið, hvað eigum við að segja, einstaka strokur með kvikuslettum upp í loftið á nokkurra sekúndna fresti,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi að gerðist næst í eldgosinu norður af Grindavík í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé nokkuð hraunflæði undir eldgosinu, en allt útlit sé fyrir að gosinu fari senn að ljúka. Þegar er hætt að gjósa úr syðri gígnum, sem var Grindavíkurmegin við varnargarða á svæðinu. Þrjú hús urðu hrauni úr þeim gíg að bráð í gær. Þorvaldur segir virknina að mestu bundna við nyrðri gíginn. Enn sé hraunflæði frá honum, en hraunið renni eftir varnargörðum til vesturs. Nýjar gossprungur ólíklegar en faldar sprungur víða Þorvaldur segir ólíklegt að nýjar gossprungur opnist á svæðinu, nú þegar tekið er að draga úr virkninni. „Mér sýnist þetta ætla að fara að enda frekar. Ef það væri ennþá stöðugt flæði af kviku upp, og það væri jafnt, þá myndi virknin á yfirborði líka vera nokkuð jöfn, og ekki breytast mikið. Við höfum séð hið andstæða,“ sagði Þorvaldur. Til að ný sprunga opnaðist þyrfti að verða aukning í hraunflæðinu, en lítið bendi til þess. Þorvaldur var spurður hversu öruggt væri að vera í bænum. Hann benti á að faldar sprungur gætu leynst víða í bænum, eins og björgunarsveitarmaður fékk að kynnast í dag. „En vant fólk það fer mjög varlega. En þetta er ekki staður fyrir almenning,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29 Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 „Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29
Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27
„Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40