Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 15. janúar 2024 16:27 Atvikið þar sem jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni á gangi, náðist á myndband. Vísir/Arnar „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. Haraldur Haraldsson, meðlimur í björgunarsveitinni Suðurnes, var á gangi í Grindavík þegar hann skyndilega féll með lærið ofan í sprungu sem var ekki sjáanleg á yfirborðinu. Arnar Halldórsson, tökumaður, náði atvikinu á myndband sem sjá má hér að neðan. Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segir Halldór að auðvitað standi honum ekki á sama, en atvikið sýni hversu raunveruleg hættan sé. „Við verðum að fara varlega. Þó svo að okkur hafi verið hleypt hérna inn, í þetta sérverkefni, þá er þetta mjög hættulegur staður.“ Varað hefur verið við sprungum í bænum og Halldór segir þetta því ekki hafa komið beint á óvart. „En þar sem ég var að labba var yfirborðið algjörlega heilt. Þetta sýnir hversu hættulegt yfirborðið er hérna.“ Gaf malbikið sig bara? „Já, það bara gaf sig undan mér.“ Nýjar sprungur að myndast og eldri að stækka Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Veðurstofan hefur greint frá því að nýjar sprungur gætu komið í ljós á yfirborði næstu daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, greindi þó frá því í viðtali við fréttastofu fyrr í dag að hann meti svæðið tiltölulega öruggt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sjá meira
Haraldur Haraldsson, meðlimur í björgunarsveitinni Suðurnes, var á gangi í Grindavík þegar hann skyndilega féll með lærið ofan í sprungu sem var ekki sjáanleg á yfirborðinu. Arnar Halldórsson, tökumaður, náði atvikinu á myndband sem sjá má hér að neðan. Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segir Halldór að auðvitað standi honum ekki á sama, en atvikið sýni hversu raunveruleg hættan sé. „Við verðum að fara varlega. Þó svo að okkur hafi verið hleypt hérna inn, í þetta sérverkefni, þá er þetta mjög hættulegur staður.“ Varað hefur verið við sprungum í bænum og Halldór segir þetta því ekki hafa komið beint á óvart. „En þar sem ég var að labba var yfirborðið algjörlega heilt. Þetta sýnir hversu hættulegt yfirborðið er hérna.“ Gaf malbikið sig bara? „Já, það bara gaf sig undan mér.“ Nýjar sprungur að myndast og eldri að stækka Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Veðurstofan hefur greint frá því að nýjar sprungur gætu komið í ljós á yfirborði næstu daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, greindi þó frá því í viðtali við fréttastofu fyrr í dag að hann meti svæðið tiltölulega öruggt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sjá meira