Aðeins helmingur íbúa með fastan heimilislækni þvert gegn stefnu stjórnvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2024 13:58 Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Arnar Þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld stefni að því að landsmenn séu með fastan skráðan heimilislækni á það aðeins við um helming íbúa á höfuðborgarasvæðinu. Ástæðan er skortur á heimilislæknum að sögn formanns félags þeirra. Það hafi áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Heilsugæslan sé í raun verr stödd en Landspítalinn. Fagfólk á Landspítalanum hefur undanfarið lýst gríðarlegu álagi þar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það séu gamalkunnug stef þá segist fólk aldrei hafa séð það svartara. Víða er líka mikil bið eftir tíma hjá læknum á heilsugæslunni sem virðist í einhverjum tilvikum aðeins geta sinnt bráðatilfellum og hafa t.d. miklar umræður spunnist um það á samfélagsmiðlum. Meiri læknaskortur hjá heilsugæslunni Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna telur jafnvel meiri skort á læknum hjá heilsugæslunni en á Landspítalanum. „Þetta er all stór vandi sem endurspeglast bæði á spítalanum og hjá heilsugæslunni. Ég held hins vegar að á þessari stundu sé heilsugæslan ver stödd en spítalinn með tilliti til fjölda lækna,“ segir Margrét. Hún segir of fáa hafa fastan heimilislækni. „Í rauninni sýna tölur frá Sjúkratryggingum að einungis fimmtíu prósent íbúa eru með skráðan fastan heimilislækni. Það er dálítill munur millli hverfa. Þá sérstaklega út frá því hversu vel heilsugæslustöðin í þinu hverfi er mönnuð. Það að hafa fastan heimilislækni hefur hins egar bæði áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Það er miklu auðveldara að eiga í samskiptum við lækni sem þekkir þig. Þá er mikill munur á því að eiga samskipti í síma eða rafrænt við einhvern sem þú þekkir eða við ókunnuga manneskju. Það er afskaplega erfitt að taka læknisfræðilegar ályktanir um hluti í gegnum rafræn skilaboð um einstakling sem þú hefur aldrei hitt,“ segir hún. Þvert gegn stefnu stjórnvalda Hún segir þetta vera fyrst og fremst vegna skorts á læknum og þvert á stefnu stjórnvalda. „Stefnan hjá Sjúkratryggingum og hjá heilbrigðisráðuneytinu hefur verið að heimililæknar séu með fast skráða skjólstæðinga eins mikið og hægt er. Hver heimilislæknir má vera með um tólfhundruð skjólstæðinga,“ segir hún. Hún segir að lengi hafi verið bent á að þessi staða gæti komið upp. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum skorti nú. Ein er að stór hluti heimilislækna er að komast á aldur. Þá er skortur á heimilislæknum á aldrinum 50-60 ára. Góðu fréttirnar eru að aftur hefur verið vinsælt að fara í sérnám í heimilislækningum á undanförnum árum þannig að við eigum von á nýjum hópi heimilislækna á næstu fimm til tíu árum,“ segir Margrét. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fagfólk á Landspítalanum hefur undanfarið lýst gríðarlegu álagi þar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það séu gamalkunnug stef þá segist fólk aldrei hafa séð það svartara. Víða er líka mikil bið eftir tíma hjá læknum á heilsugæslunni sem virðist í einhverjum tilvikum aðeins geta sinnt bráðatilfellum og hafa t.d. miklar umræður spunnist um það á samfélagsmiðlum. Meiri læknaskortur hjá heilsugæslunni Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna telur jafnvel meiri skort á læknum hjá heilsugæslunni en á Landspítalanum. „Þetta er all stór vandi sem endurspeglast bæði á spítalanum og hjá heilsugæslunni. Ég held hins vegar að á þessari stundu sé heilsugæslan ver stödd en spítalinn með tilliti til fjölda lækna,“ segir Margrét. Hún segir of fáa hafa fastan heimilislækni. „Í rauninni sýna tölur frá Sjúkratryggingum að einungis fimmtíu prósent íbúa eru með skráðan fastan heimilislækni. Það er dálítill munur millli hverfa. Þá sérstaklega út frá því hversu vel heilsugæslustöðin í þinu hverfi er mönnuð. Það að hafa fastan heimilislækni hefur hins egar bæði áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Það er miklu auðveldara að eiga í samskiptum við lækni sem þekkir þig. Þá er mikill munur á því að eiga samskipti í síma eða rafrænt við einhvern sem þú þekkir eða við ókunnuga manneskju. Það er afskaplega erfitt að taka læknisfræðilegar ályktanir um hluti í gegnum rafræn skilaboð um einstakling sem þú hefur aldrei hitt,“ segir hún. Þvert gegn stefnu stjórnvalda Hún segir þetta vera fyrst og fremst vegna skorts á læknum og þvert á stefnu stjórnvalda. „Stefnan hjá Sjúkratryggingum og hjá heilbrigðisráðuneytinu hefur verið að heimililæknar séu með fast skráða skjólstæðinga eins mikið og hægt er. Hver heimilislæknir má vera með um tólfhundruð skjólstæðinga,“ segir hún. Hún segir að lengi hafi verið bent á að þessi staða gæti komið upp. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum skorti nú. Ein er að stór hluti heimilislækna er að komast á aldur. Þá er skortur á heimilislæknum á aldrinum 50-60 ára. Góðu fréttirnar eru að aftur hefur verið vinsælt að fara í sérnám í heimilislækningum á undanförnum árum þannig að við eigum von á nýjum hópi heimilislækna á næstu fimm til tíu árum,“ segir Margrét.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01