Erlent

Kyrr­setja Boeing Max-flugvélar um allan heim

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Flugvél af gerðinni Boeing 737 Max 9 eins og þær sem hafa verið kyrrsettar.
Flugvél af gerðinni Boeing 737 Max 9 eins og þær sem hafa verið kyrrsettar. AP

Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd (FAA) hafa fyrirskipað kyrrsetningu 171 flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max 9 eft­ir að farþegaflug­vél Alaska Air­lines þurfti að nauðlenda í gær þegar gluggi gaf sig og stórt gat myndaðist í farþegarýminu.

FAA greinir frá því á Twitter að stofnunin hafi gefið út svokallaða neyðartilskipun um flughæfi (e. Emergency airworthines directive) og krefjist „tafarlausrar skoðunar“ á flugvélunum. Nær kyrrsetningin til flugvéla innnan Bandaríkjanna og bandarískra flugvéla og um allan heim.

Skoðun hverrar flugvélar taki á bilinu fjórar til átta klukkustundir áður en hægt er að meta hvort þær séu flughæfar.


Tengdar fréttir

Icelandair í samskiptum við Boeing

Icelandair á í samskiptum við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing vegna farþegaflugvélar Alaska Airlines sem gat myndaðist á skömmu eftir brottför.

Lentu vélinni eftir að gat kom á farþegarými

Farþegaflugvél á leið frá Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum til Kaliforníu varð að lenda 35 mínútum eftir brottför eftir að hluti vélarinnar féll af vélinni með þeim afleiðingum að stórt gat myndaðist í farþegarýminu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×