Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2024 21:01 Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum segir erfitt að horfa upp á stóran hóp aldraðra vera fastan á spítalanum í langan tíma. Vísir/Arnar Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarið og sjúklingar þurft að liggja á göngum vegna þrengsla. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana vegna þessa meðal annars grímuskyldu. Eitt af því sem hefur áhrif á stöðuna er hversu erfiðlega gengur að útskrifa hóp aldraðra sjúklinga á spítalanum sem þurfa önnur úrræði líkt og hjúkrunarheimili. Hópurinn sem bíður nú á spítalanum telur á milli áttatíu og hundrað manns sem er svipaður fjöldi og þurfti að liggja á göngum spítalans þegar mest var í vikunni. „Það er svolítið verið að dæma fólk úr leik með því að láta það bíða á Landspítalanum vikum og mánuðum saman eftir betra úrræði. Þetta er okkar besta fólk sem að öllum þykir vænt um sem þarf að eyða dögunum á náttfötum og borða allar máltíðar á rúmstokknum og lifa við það að vera flutt fram og til baka á deildinni eftir því sem að hentar hverju sinni. Það sem er kannski svona uggvænlegt er að við sjáum ekki alveg svona einhverja stóra lausn til frambúðar,“ segir Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum. Hún segir marga þurfa dvelja lengi á spítalanum. „Fólk getur verið alveg marga mánuði og ég hef séð fólk upp undir ár búið að bíða eftir plássi. Þetta fólk á miklu betra skilið og við viljum ekki að á síðustu metrunum þá sé fólk orðið eitthvað vandamál. Það er bara ekki fallega farið með fólk.“ Hún segir að kerfisbreyting þurfi að eiga sér stað til að ná tökum á vandamálinu og mögulega líta til hinna Norðurlandanna þar sem betri árangur hafi náðst. „Við erum með ábyrgð á þessum málum mjög margskipta og margir að sinna þessu. Þannig að okkur svona heildstætt hefur ekki tekist að finna lausn í okkar samfélagi. Ekki enn þá.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30 „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarið og sjúklingar þurft að liggja á göngum vegna þrengsla. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana vegna þessa meðal annars grímuskyldu. Eitt af því sem hefur áhrif á stöðuna er hversu erfiðlega gengur að útskrifa hóp aldraðra sjúklinga á spítalanum sem þurfa önnur úrræði líkt og hjúkrunarheimili. Hópurinn sem bíður nú á spítalanum telur á milli áttatíu og hundrað manns sem er svipaður fjöldi og þurfti að liggja á göngum spítalans þegar mest var í vikunni. „Það er svolítið verið að dæma fólk úr leik með því að láta það bíða á Landspítalanum vikum og mánuðum saman eftir betra úrræði. Þetta er okkar besta fólk sem að öllum þykir vænt um sem þarf að eyða dögunum á náttfötum og borða allar máltíðar á rúmstokknum og lifa við það að vera flutt fram og til baka á deildinni eftir því sem að hentar hverju sinni. Það sem er kannski svona uggvænlegt er að við sjáum ekki alveg svona einhverja stóra lausn til frambúðar,“ segir Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum. Hún segir marga þurfa dvelja lengi á spítalanum. „Fólk getur verið alveg marga mánuði og ég hef séð fólk upp undir ár búið að bíða eftir plássi. Þetta fólk á miklu betra skilið og við viljum ekki að á síðustu metrunum þá sé fólk orðið eitthvað vandamál. Það er bara ekki fallega farið með fólk.“ Hún segir að kerfisbreyting þurfi að eiga sér stað til að ná tökum á vandamálinu og mögulega líta til hinna Norðurlandanna þar sem betri árangur hafi náðst. „Við erum með ábyrgð á þessum málum mjög margskipta og margir að sinna þessu. Þannig að okkur svona heildstætt hefur ekki tekist að finna lausn í okkar samfélagi. Ekki enn þá.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30 „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51
Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26