Innlent

Salthrúgur á tólf stöðum í borginni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Víða er mikil hálka og færi erfitt í borginni.
Víða er mikil hálka og færi erfitt í borginni. Vísir/Vilhelm

Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í Reykjavík. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en verulega erfiðar aðstæður hafa skapast síðustu daga í borginni og er mikil hálka á bæði götum og göngustígum borgarinnar.

Í tilkynningu borgarinnar segir að fólk sé hvatt til þess að nýta sér þessa þjónustu til hálkuvarna í nærumhverfi íbúa. 

Annars vegar er hægt að fara á hverfastöðvar við Fiskislóð, Stórhöfða og Jafnasel til að nálgast sand og salt og hins vegar er hægt að taka salt úr salthrúgum víðsvegar um borgarlandið. Staðsetning salthrúganna sést á kortinu hér að neðan. Hægt er að skoða staðsetningarnar betur á korti hér. 

Staðsetningar salthrúganna. Reykjavíkurborg

Í tilkynningu borgarinnar segir að miðað sé við að hver og einn taki með sér ílát, til dæmis fötu, ásamt skóflu til að moka saltinu í ílátið.

Ekki tekist að hálkuverja eins og þörf er á

Þar segir jafnframt að starfsfólk vetrarþjónustu hafi verið með viðbúnað vegna hálkunnar en ekki hafi tekist að hálkuverja eins oft og þörf er á sums staðar þar sem veðurfarsaðstæður hafa verið mjög breytilegar sem hefur skapað aðstæður sem erfitt er að eiga við.

Þá segir að frost og þíða hafi verið á víxl, sem hafi gert allar hálkuvarnir erfiðar. 

Fólk er hvatt til þess að nota mannbrodda í gönguferðum og að fara almennt varlega á meðan þetta ástand varir.


Tengdar fréttir

Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar

Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. 

Hálku­slysin á­berandi á bráða­mót­tökunni

Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×