Andrés, Clinton og Trump nefndir til sögunnar í Epstein-skjölunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2024 06:44 Það er fátt um bombur í dómsskjölunum sem núna hafa verið birt, eftir mikla eftirvæntingu. AP Andrés Bretaprins og Bill Clinton og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, eru meðal þeirra sem eru nefndir í dómsskjölum í tengslum við athafna- og kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein. Dómsskjölin voru birt í gær, í tengslum við mál sem stendur yfir tengt Ghislaine Maxwell. Hún hefur verið sökuð um mansal með því að hafa séð Epstein og félögum hans fyrir ungum stúlkum til að misnota. Ekki er um að ræða eiginlegan lista eins og rætt hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga og vikur, heldur koma nöfn vina og kunningja Epstein oftast fram í vitnisburðum gegn Epstein. Gögnin telja um 900 blaðsíður en fleiri verða birt á næstu dögum. Skjölin varða meðal annars Johönnu Sjoberg, sem greindi meðal annars frá því að Andrés hefði tekið um brjóst sitt þegar hann stillti sér upp fyrir mynd með henni og Virginiu Giuffre. Konungsfjölskyldan greiddi Giuffre milljónir í sátt árið 2022 eftir að hún sakaði Andrés um að hafa misnotað sig þegar hún var 17 ára. Andrés hefur ávallt haldið því fram að hann sé saklaus og hafi aldrei hitt Giuffre. Í gögnunum er einnig fjallað um Bill Clinton og Donald Trump en þeir eru þó ekki sakaðir um neitt ólöglegt. Eins og áður hefur komið fram segir í skjölunum að Clinton hafi ferðast nokkrum sinnum með einkaþotu Epstein. Þá bar Sjoberg þess vitni að Epstein hefði eitt sinn tjáð henni að Clinton „vildi þær ungar“. Trump er nefndur til sögunnar í tengslum við atvik þar sem ekki var hægt að lenda þotunni í New York og ákveðið var að lenda í Atlantic City í staðinn. „Frábært, við bjöllum í Trump,“ á Epstein þá að hafa sagt. Sjoberg var spurð að því við yfirheyrslur hvort hún hefði einhvern tímann verið látinn nudda Trump, líkt og stúlkurnar voru gjarnan látnar gera við aðra vini Epstein, en hún svaraði neitandi. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019 en Maxwell var dæmd í 20 ára fangelsi. Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Donald Trump Bill Clinton Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Dómsskjölin voru birt í gær, í tengslum við mál sem stendur yfir tengt Ghislaine Maxwell. Hún hefur verið sökuð um mansal með því að hafa séð Epstein og félögum hans fyrir ungum stúlkum til að misnota. Ekki er um að ræða eiginlegan lista eins og rætt hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga og vikur, heldur koma nöfn vina og kunningja Epstein oftast fram í vitnisburðum gegn Epstein. Gögnin telja um 900 blaðsíður en fleiri verða birt á næstu dögum. Skjölin varða meðal annars Johönnu Sjoberg, sem greindi meðal annars frá því að Andrés hefði tekið um brjóst sitt þegar hann stillti sér upp fyrir mynd með henni og Virginiu Giuffre. Konungsfjölskyldan greiddi Giuffre milljónir í sátt árið 2022 eftir að hún sakaði Andrés um að hafa misnotað sig þegar hún var 17 ára. Andrés hefur ávallt haldið því fram að hann sé saklaus og hafi aldrei hitt Giuffre. Í gögnunum er einnig fjallað um Bill Clinton og Donald Trump en þeir eru þó ekki sakaðir um neitt ólöglegt. Eins og áður hefur komið fram segir í skjölunum að Clinton hafi ferðast nokkrum sinnum með einkaþotu Epstein. Þá bar Sjoberg þess vitni að Epstein hefði eitt sinn tjáð henni að Clinton „vildi þær ungar“. Trump er nefndur til sögunnar í tengslum við atvik þar sem ekki var hægt að lenda þotunni í New York og ákveðið var að lenda í Atlantic City í staðinn. „Frábært, við bjöllum í Trump,“ á Epstein þá að hafa sagt. Sjoberg var spurð að því við yfirheyrslur hvort hún hefði einhvern tímann verið látinn nudda Trump, líkt og stúlkurnar voru gjarnan látnar gera við aðra vini Epstein, en hún svaraði neitandi. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019 en Maxwell var dæmd í 20 ára fangelsi.
Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Donald Trump Bill Clinton Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira