Loksins laus úr vítahringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 09:00 Oliver Stefánsson í einum af fáum leikjum þar sem hann fékk tækifærið með Blikaliðinu. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Oliver Stefánsson kemur heim upp á Skaga og leikur með ÍA í Bestu-deildinni í sumar. Hann segist vera búinn að jafna sig að fullu á erfiðum meiðslum og segist þurfa að spila mun meira en hann gerði á síðasta tímabili. Oliver lék síðast með ÍA í hitteðfyrra þegar liðið féll niður í næstefstu deild. Eftir að Skagamenn féllu þá samdi Oliver við þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Hann var hins vegar á eftir Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni þegar Blikar lentu í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Oliver var á láni hjá ÍA frá sænska liðinu Norrköping sumarið 2022 en Breiðablik keypti hann í kjölfarið frá Svíþjóð. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til ÍA og gerði samning út leiktíðina 2025. Hlakkar til að fá að spila fótbolta aftur „Ég er mjög spenntur og hlakka til að fá að spila fótbolta aftur. Það er komið of langt síðan,“ sagði Oliver Stefánsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. „Ég var lengi frá og þegar ég var orðinn góður þá fékk ég annað. Svo þegar ég var orðinn góður af því þá kom hitt til baka. Þetta var smá vítahringur og ég er búinn að vera vinna í því að losna úr honum,“ sagði Oliver og fór aðeins nánar yfir meiðslin sín. Fékk blóðtappa „Fyrst þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og var lengi frá eða í eitt og hálft ár. Svo tók ég undirbúningstímabilið út í Norrköping en fékk þá blóðtappa í hálsinn og lungun. Þá var ég líka frá í eitt ár,“ sagði Oliver. „Þá rýrnaði svo mikið af því sem var búið að vinna upp í mjöðminni að ég fékk því aftur í mjöðmina og var aftur frá í sex til átta mánuði. Núna er ég búinn að ná að byggja það aftur upp. Þetta var smá vítahringur fram og til baka,“ sagði Oliver. Oliver er að koma út úr mjög löngu tímabili með Blikum þá að hann hafi ekki sjálfið komið mikið við sögu í leikjum liðsins. Tímabilinu lauk í desember þegar Blikar féllu úr leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann er nú í fríi á Spáni. Lagði saman tvo og tvo Var þetta erfitt fyrir hann að vera lítið að spila en fara í gegnum svona langt tímabil? „Ég bjóst við því að fá að spila mikið meira og þetta voru því ákveðin vonbrigði. Svo leggur maður tvo og tvo saman. Ég var ekkert brjálaður eftir hvern einasta leik, tuttugu leiki í röð,“ sagði Oliver. „Til að byrja með voru þetta mikil vonbrigði en ég lagði bara meira á mig og æfði meira,“ sagði Oliver og nú ætlar hann sér að gera góða hluti með ÍA í sumar. Stefnan er alltaf sett hátt. „Ég held að það sé alltaf stefnan upp á Skaga þótt að það takist ekki alltaf. Mér líst hrikalega vel á þetta og það sem Skaginn er búinn að vera gera undanfarin í leikmannamálum og starfsliði. Ég þekki vel til í klúbbnum og veit að það eru allir að stefna í sömu átt,“ sagði Oliver. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Besta deild karla ÍA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira
Oliver lék síðast með ÍA í hitteðfyrra þegar liðið féll niður í næstefstu deild. Eftir að Skagamenn féllu þá samdi Oliver við þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Hann var hins vegar á eftir Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni þegar Blikar lentu í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Oliver var á láni hjá ÍA frá sænska liðinu Norrköping sumarið 2022 en Breiðablik keypti hann í kjölfarið frá Svíþjóð. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til ÍA og gerði samning út leiktíðina 2025. Hlakkar til að fá að spila fótbolta aftur „Ég er mjög spenntur og hlakka til að fá að spila fótbolta aftur. Það er komið of langt síðan,“ sagði Oliver Stefánsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. „Ég var lengi frá og þegar ég var orðinn góður þá fékk ég annað. Svo þegar ég var orðinn góður af því þá kom hitt til baka. Þetta var smá vítahringur og ég er búinn að vera vinna í því að losna úr honum,“ sagði Oliver og fór aðeins nánar yfir meiðslin sín. Fékk blóðtappa „Fyrst þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og var lengi frá eða í eitt og hálft ár. Svo tók ég undirbúningstímabilið út í Norrköping en fékk þá blóðtappa í hálsinn og lungun. Þá var ég líka frá í eitt ár,“ sagði Oliver. „Þá rýrnaði svo mikið af því sem var búið að vinna upp í mjöðminni að ég fékk því aftur í mjöðmina og var aftur frá í sex til átta mánuði. Núna er ég búinn að ná að byggja það aftur upp. Þetta var smá vítahringur fram og til baka,“ sagði Oliver. Oliver er að koma út úr mjög löngu tímabili með Blikum þá að hann hafi ekki sjálfið komið mikið við sögu í leikjum liðsins. Tímabilinu lauk í desember þegar Blikar féllu úr leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann er nú í fríi á Spáni. Lagði saman tvo og tvo Var þetta erfitt fyrir hann að vera lítið að spila en fara í gegnum svona langt tímabil? „Ég bjóst við því að fá að spila mikið meira og þetta voru því ákveðin vonbrigði. Svo leggur maður tvo og tvo saman. Ég var ekkert brjálaður eftir hvern einasta leik, tuttugu leiki í röð,“ sagði Oliver. „Til að byrja með voru þetta mikil vonbrigði en ég lagði bara meira á mig og æfði meira,“ sagði Oliver og nú ætlar hann sér að gera góða hluti með ÍA í sumar. Stefnan er alltaf sett hátt. „Ég held að það sé alltaf stefnan upp á Skaga þótt að það takist ekki alltaf. Mér líst hrikalega vel á þetta og það sem Skaginn er búinn að vera gera undanfarin í leikmannamálum og starfsliði. Ég þekki vel til í klúbbnum og veit að það eru allir að stefna í sömu átt,“ sagði Oliver. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira