Eftirlaun Guðna allt önnur en Ólafs Ragnars og Vigdísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 16:02 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á góðri stundu með dóttur sinni og eiginkonu. Þeim stundum mun væntanlega fjölga þegar hann lætur af embætti. Vísir/Hanna Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti í sumar. Hann nýtur ekki aukinna réttinda þegar kemur að eftirlaunum fyrir að hafa gegnt embætti forseta Íslands. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Guðni tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði að láta staðar numið sem forseti í sumar eftir átta ára forsetatíð. Virtist sem flestir hefðu gert ráð fyrir því að Guðni sæti sem fastast eitt kjörtímabil í viðbót. Guðni á rétt á biðlaunum, fullum forsetalaunum, í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Ólíkt forverum sínum í embætti á Guðni ekki rétt á að fá eftirlaun forseta Íslands þegar hann kemst á eftirlaunaaldur. Guðni 55 ára og ekki kominn á eftirlaunaaldur eins og var tilfellið með Ólaf Ragnar Grímsson og Vigdísi Finnbogadóttur. Forseti Íslands naut áður sérstakra lífeyriskjara ásamt ráðherrum og alþingismönnum en þau lög voru afnumin árið 2009 í kjölfar umræðu eftir bankahrunið. Síðan þá nýtur forseti sambærilegra lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Breytingin tók til sitjandi Hæstaréttardómara og forseta, Ólafs Ragnars. Eftirlaun Ólafs Ragnars miðast við áttatíu prósent af forsetalaunum samkvæmt gömlu lögunum. Ellilífeyrir Guðna, þegar hann kemst á aldur, mun því ráðast af þeim iðgjöldum sem hann hefur greitt til þess tíma. Hann hefur sagst ætla að snúa sér að fræðistörfum en hann hefur verið í leyfi frá störfum sem prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Laun forseta Íslands eru í dag rúmar 3,7 milljónir króna samkvæmt upplýsingum af vef Stjórnarráðsins. Forseti Íslands greiddi ekki skatt af launum sínum til ársins 2000 þegar lögunum var breytt. Þá fær forseti ókeypis bústað á Bessastöðum, rafmagns- og hitakostnað greiddan auk þess að vera með bíl til umráða og bílstjóra. Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir eru samkvæmt gömlu lögunum með rétt tæpar þrjár milljónir á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Guðna munu hins vegar miðast við iðgjöld hans. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kjaramál Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Guðni tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði að láta staðar numið sem forseti í sumar eftir átta ára forsetatíð. Virtist sem flestir hefðu gert ráð fyrir því að Guðni sæti sem fastast eitt kjörtímabil í viðbót. Guðni á rétt á biðlaunum, fullum forsetalaunum, í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Ólíkt forverum sínum í embætti á Guðni ekki rétt á að fá eftirlaun forseta Íslands þegar hann kemst á eftirlaunaaldur. Guðni 55 ára og ekki kominn á eftirlaunaaldur eins og var tilfellið með Ólaf Ragnar Grímsson og Vigdísi Finnbogadóttur. Forseti Íslands naut áður sérstakra lífeyriskjara ásamt ráðherrum og alþingismönnum en þau lög voru afnumin árið 2009 í kjölfar umræðu eftir bankahrunið. Síðan þá nýtur forseti sambærilegra lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Breytingin tók til sitjandi Hæstaréttardómara og forseta, Ólafs Ragnars. Eftirlaun Ólafs Ragnars miðast við áttatíu prósent af forsetalaunum samkvæmt gömlu lögunum. Ellilífeyrir Guðna, þegar hann kemst á aldur, mun því ráðast af þeim iðgjöldum sem hann hefur greitt til þess tíma. Hann hefur sagst ætla að snúa sér að fræðistörfum en hann hefur verið í leyfi frá störfum sem prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Laun forseta Íslands eru í dag rúmar 3,7 milljónir króna samkvæmt upplýsingum af vef Stjórnarráðsins. Forseti Íslands greiddi ekki skatt af launum sínum til ársins 2000 þegar lögunum var breytt. Þá fær forseti ókeypis bústað á Bessastöðum, rafmagns- og hitakostnað greiddan auk þess að vera með bíl til umráða og bílstjóra. Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir eru samkvæmt gömlu lögunum með rétt tæpar þrjár milljónir á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Guðna munu hins vegar miðast við iðgjöld hans.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kjaramál Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent