„Ég hef enga eftirsjá“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 2. janúar 2024 16:04 „Ég er búinn að heyra allt sem ég vil heyra. Ég er búinn að sjá allt sem ég vil sjá,“ segir fráfarandi forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Einar „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. Hann segir fræðaheiminn hafa kallað á sig. „Ætli hann hafi ekki gert það. Mér hefur auðnast að sinna skrifum meðfram mínum embættisskyldum og öðrum önnum,“ segir Guðni í samtali við Fréttastofu. „En það réði ekki úrslitum samt, heldur hitt. Mér fannst rétt að hætta leik er hæst fram fer, eins og séra Hallgrímur kvað á sínum tíma. Sáttur við sjálfan mig, innilega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef notið.“ Guðni segir að frami fyrir honum hafi beðið ákvörðun um hvort hann skyldi halda áfram. Hann hafi þurft að íhuga margt og ákvörðunin verið flókin, en telur sig hafa komist að réttri niðurstöðu. „Ég hefði alveg verið til í að sækjast eftir fylgi til að sitja hér áfram, en þegar til kastanna kom, þegar allt kom til alls, þá lét ég hjartað ráða.“ Lokaákvörðunin kom á síðustu vikum að sögn Guðna. „Auðvitað er þetta þannig að maður íhugar, hvern einasta dag liggur við.“ Óskar fleiri stunda með fjölskyldunni Aðspurður um hvort fjölskyldan hafi verið farin að heimta að fá Guðna aftur til sín segir hann að á Íslandi sé hann svo heppinn að fá að eiga sitt einkalíf í friði. „Auðvitað er það er samt þannig með mig, eins og með allt annað fólk sinnir annasömum störfum, að maður óski þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. En ég er ekkert einn um það,“ segir Guðni og hvetur fólk til að huga að því sem raunverulega skipti máli. Forsetahjónin ásamt Margréti Danadrottningu.Þjóðhöfðingjarnir tilkynntu um brotthvarf sitt innan við sólarhring frá hvoru öðru.Vísir/Vilhelm Engin efirsjá „Ég vil nú helst ekki leggja mat á það. Því það yrði túlkað sem svo að ég væri að skipta mér af vali á næsta forseta. Fólkið velur forsetann,“ segir Guðni aðspurður um hvaða eiginleika forseti eigi að bera. „Eigum við ekki að segja að okkur hafi tekist þokkalega að velja þjóðhöfðingja hér á Íslandi í tímans rás.“ Guðni segir þó ljóst að fram undan séu spennandi tímar hjá þjóðinni við að velja sér nýjan forseta. Hann telur sig hafa tekist að fylgja sinni eigin hugsjón í forsetastarfinu. „Auðvitað erum ýmsir þættir sem ég hefði kosið að hefðu breyst, eða að sátt hefði nást um. Þar hef ég í huga breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, ekki síst kaflann um þjóðhöfðingja sem þarfnast endurskoðunar.“ Guðni viðurkennir að honum sé nokkuð létt. „Það er alltaf svoleiðis þegar maður stendur frami fyrir flókinni ákvörðun, þá krefst ferlið ákveðinnar orku, en þegar ákvörðunin er tekin þá er hún hin rétta,“ segir hann. „Ég hef enga eftirsjá þetta hafa verið einstök forréttindi. Ég er búinn að heyra allt sem ég vil heyra. Ég er búinn að sjá allt sem ég vil sjá. Ég er ekki sá sem þarf alltaf meira og meira.“ Hægt er að sjá viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan. Þar ræðir hann einnig um hvað orsakaði það að hann hafi farið í forsetaframboð árið 2016, hvaða augum hann lýti ákvörðun sína, og framhaldið hjá sér. Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tímamót Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Hann segir fræðaheiminn hafa kallað á sig. „Ætli hann hafi ekki gert það. Mér hefur auðnast að sinna skrifum meðfram mínum embættisskyldum og öðrum önnum,“ segir Guðni í samtali við Fréttastofu. „En það réði ekki úrslitum samt, heldur hitt. Mér fannst rétt að hætta leik er hæst fram fer, eins og séra Hallgrímur kvað á sínum tíma. Sáttur við sjálfan mig, innilega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef notið.“ Guðni segir að frami fyrir honum hafi beðið ákvörðun um hvort hann skyldi halda áfram. Hann hafi þurft að íhuga margt og ákvörðunin verið flókin, en telur sig hafa komist að réttri niðurstöðu. „Ég hefði alveg verið til í að sækjast eftir fylgi til að sitja hér áfram, en þegar til kastanna kom, þegar allt kom til alls, þá lét ég hjartað ráða.“ Lokaákvörðunin kom á síðustu vikum að sögn Guðna. „Auðvitað er þetta þannig að maður íhugar, hvern einasta dag liggur við.“ Óskar fleiri stunda með fjölskyldunni Aðspurður um hvort fjölskyldan hafi verið farin að heimta að fá Guðna aftur til sín segir hann að á Íslandi sé hann svo heppinn að fá að eiga sitt einkalíf í friði. „Auðvitað er það er samt þannig með mig, eins og með allt annað fólk sinnir annasömum störfum, að maður óski þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. En ég er ekkert einn um það,“ segir Guðni og hvetur fólk til að huga að því sem raunverulega skipti máli. Forsetahjónin ásamt Margréti Danadrottningu.Þjóðhöfðingjarnir tilkynntu um brotthvarf sitt innan við sólarhring frá hvoru öðru.Vísir/Vilhelm Engin efirsjá „Ég vil nú helst ekki leggja mat á það. Því það yrði túlkað sem svo að ég væri að skipta mér af vali á næsta forseta. Fólkið velur forsetann,“ segir Guðni aðspurður um hvaða eiginleika forseti eigi að bera. „Eigum við ekki að segja að okkur hafi tekist þokkalega að velja þjóðhöfðingja hér á Íslandi í tímans rás.“ Guðni segir þó ljóst að fram undan séu spennandi tímar hjá þjóðinni við að velja sér nýjan forseta. Hann telur sig hafa tekist að fylgja sinni eigin hugsjón í forsetastarfinu. „Auðvitað erum ýmsir þættir sem ég hefði kosið að hefðu breyst, eða að sátt hefði nást um. Þar hef ég í huga breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, ekki síst kaflann um þjóðhöfðingja sem þarfnast endurskoðunar.“ Guðni viðurkennir að honum sé nokkuð létt. „Það er alltaf svoleiðis þegar maður stendur frami fyrir flókinni ákvörðun, þá krefst ferlið ákveðinnar orku, en þegar ákvörðunin er tekin þá er hún hin rétta,“ segir hann. „Ég hef enga eftirsjá þetta hafa verið einstök forréttindi. Ég er búinn að heyra allt sem ég vil heyra. Ég er búinn að sjá allt sem ég vil sjá. Ég er ekki sá sem þarf alltaf meira og meira.“ Hægt er að sjá viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan. Þar ræðir hann einnig um hvað orsakaði það að hann hafi farið í forsetaframboð árið 2016, hvaða augum hann lýti ákvörðun sína, og framhaldið hjá sér.
Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tímamót Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira