Arnar Þór ætlar á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 11:51 Arnar Þór Jónsson ætlar að bjóða sig fram til forseta. Vísir/Sigurjón Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. Hann sagðist vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, og sagðist ekki aðhyllast stefnu flokksins eins og hún væri í dag. Arnar setti framboð sitt í samhengi við sögu Íslands og lagði sérstaka áherslu á lög landsins. Jafnramt ræddi hann um Evrópusambandið og sagði okkur lifa á tímum þar sem fólk æli á sundrungu og hatri. „Það hefur sígið á ógæfuhliðina á síðustu árum,“ sagði hann og vísaði til erlendra reglugerða, sem hann sagði ógn sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Þá gagnrýndi hann Alþingi, og sagði reynslu sína af varaþingmennsku hafa leitt í ljós að þingmenn væru ekki endilega að vinna í þágu þjóðarinnar. Þeir hefðu afhent valdið annað. Arnar ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur.Vísir/Sigurjón „Þegar núverandi forseti Guðni Th. tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram þá stóð ég fram fyrir stórum ákvörðunum,“ sagði Arnar og hló. Hann sagðist vera feiminn, en hann fyndi til ábyrgðar. „Menn hafa ekki bara komið að máli við mig. Ég hef komið að máli við sjálfan mig.“ Aðspurður um hvaða forseta hann tæki sér til fyrirmyndar minntist hann á nokkra Bandaríkjaforseta, eins og Theodore Roosevelt, Abraham Lincoln og George Washington. „Við ætlum saman í herferð um landið, reyna að ná til fólks,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona Arnars. Arnar boðaði til fundarins í gær og sagðist þar ætla að kynna „stórar ákvarðanir“ um mikilvæg mál. Gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn sem varaþingmaður Þrátt fyrir að vera varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur Arnar verið mjög gagnrýnin í garð flokksins. Í apríl á þessu ári skoraði hann á forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, eða bókun 35. Í júlí hélt hann þessari gagnrýni sinni áfram og sagðist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn yrði smáflokkur með því að styðja bókunina. Um væri að ræða „sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins“. Arnar hefur einnig verið áberandi í umræðunni vegna lögmannsstarfa sinna. Í október greindi hann frá því að hann myndi, fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra, kæra kynfræðslubókina Kyn, kynlíf og allt hitt sem er ætluð grunnskólabörnum. Hann sagði umbjóðendur sína telja bókina brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þá stóð Arnar í því að stefna ríkinu og stofnunum þess vegna bólusetninga á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Arnar var héraðsdómari, en árið 2021, sagði hann sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Hann sagðist vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, og sagðist ekki aðhyllast stefnu flokksins eins og hún væri í dag. Arnar setti framboð sitt í samhengi við sögu Íslands og lagði sérstaka áherslu á lög landsins. Jafnramt ræddi hann um Evrópusambandið og sagði okkur lifa á tímum þar sem fólk æli á sundrungu og hatri. „Það hefur sígið á ógæfuhliðina á síðustu árum,“ sagði hann og vísaði til erlendra reglugerða, sem hann sagði ógn sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Þá gagnrýndi hann Alþingi, og sagði reynslu sína af varaþingmennsku hafa leitt í ljós að þingmenn væru ekki endilega að vinna í þágu þjóðarinnar. Þeir hefðu afhent valdið annað. Arnar ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur.Vísir/Sigurjón „Þegar núverandi forseti Guðni Th. tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram þá stóð ég fram fyrir stórum ákvörðunum,“ sagði Arnar og hló. Hann sagðist vera feiminn, en hann fyndi til ábyrgðar. „Menn hafa ekki bara komið að máli við mig. Ég hef komið að máli við sjálfan mig.“ Aðspurður um hvaða forseta hann tæki sér til fyrirmyndar minntist hann á nokkra Bandaríkjaforseta, eins og Theodore Roosevelt, Abraham Lincoln og George Washington. „Við ætlum saman í herferð um landið, reyna að ná til fólks,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona Arnars. Arnar boðaði til fundarins í gær og sagðist þar ætla að kynna „stórar ákvarðanir“ um mikilvæg mál. Gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn sem varaþingmaður Þrátt fyrir að vera varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur Arnar verið mjög gagnrýnin í garð flokksins. Í apríl á þessu ári skoraði hann á forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, eða bókun 35. Í júlí hélt hann þessari gagnrýni sinni áfram og sagðist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn yrði smáflokkur með því að styðja bókunina. Um væri að ræða „sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins“. Arnar hefur einnig verið áberandi í umræðunni vegna lögmannsstarfa sinna. Í október greindi hann frá því að hann myndi, fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra, kæra kynfræðslubókina Kyn, kynlíf og allt hitt sem er ætluð grunnskólabörnum. Hann sagði umbjóðendur sína telja bókina brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þá stóð Arnar í því að stefna ríkinu og stofnunum þess vegna bólusetninga á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Arnar var héraðsdómari, en árið 2021, sagði hann sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara og efni siðareglna félagsins.
Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira