Að minnsta kosti 706 létust í 650 fjöldaskotárásum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 10:32 Að minnsta kosti 706 létust í fjöldaskotárásum í Bandaríkjunum árið 2023. Getty/Boston Globe/Erin Clark Alls létust 706 í fjöldaskotárásum í Bandaríkjunum í fyrra. Árásirnar voru 650 talsins og hafa aðeins einu sinni verið fleiri; voru 689 árið 2021. Um er að ræða tölur frá Gun Violence Archive, sem skilgreina fjöldaskotárás sem árás þar sem að minnsta kosti fjórir særast eða láta lífið. Alríkislögreglan skilgreinir fjöldaskotárás sem atvik þar sem einn eða fleiri myrða eða freista þess að myrða aðra. Þá er fjöldaskotárás skilgreind í lögum sem atburður þar sem þrír eða fleiri eru drepnir. Samkvæmt Guardian tóku ný skotvopnalög gildi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í gær, sem ætlað er að stemma stigu við fjöldaskotárásum. Í Kaliforníu er nú til að mynda bannað að fela á sér skotvopn á 26 ólíkum stöðum, meðal annars í á leikvöllum, í almenningsgörðum, kirkjum og bönkum. Í Illinois hefur sala fjölda gerða af hálfsjálfvirkum skotvopnum verið bönnuð, meðal annars sala riffl af gerðinni AK-47 og AR-15. Þá verður tekið upp tíu daga biðtími í Washington; það er að segja að tíu dagar þurfa að líða frá því að bakgrunnsathugun er gerð á væntanlegum kaupanda og þar til hann fær skotvopnið afhent. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að menn kaupi byssu og fremji ódæði í tilfinningalegu uppnámi eða hita augnabliksins. Umræddum lögum hefur verið harðlega mótmælt af þeim sem styðja frjálsa og almenna skotvopnaeign og hafa þau staðist atlögur fyrir dómstólum. Samkvæmt Gun Violence Archive létust 18.800 af völdum skotsára af höndum annarra í Bandaríkjunum árið 2023, 36.200 særðust og þá notuðu 24.100 einstaklingar skotvopn til að svipta sig lífi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira
Um er að ræða tölur frá Gun Violence Archive, sem skilgreina fjöldaskotárás sem árás þar sem að minnsta kosti fjórir særast eða láta lífið. Alríkislögreglan skilgreinir fjöldaskotárás sem atvik þar sem einn eða fleiri myrða eða freista þess að myrða aðra. Þá er fjöldaskotárás skilgreind í lögum sem atburður þar sem þrír eða fleiri eru drepnir. Samkvæmt Guardian tóku ný skotvopnalög gildi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í gær, sem ætlað er að stemma stigu við fjöldaskotárásum. Í Kaliforníu er nú til að mynda bannað að fela á sér skotvopn á 26 ólíkum stöðum, meðal annars í á leikvöllum, í almenningsgörðum, kirkjum og bönkum. Í Illinois hefur sala fjölda gerða af hálfsjálfvirkum skotvopnum verið bönnuð, meðal annars sala riffl af gerðinni AK-47 og AR-15. Þá verður tekið upp tíu daga biðtími í Washington; það er að segja að tíu dagar þurfa að líða frá því að bakgrunnsathugun er gerð á væntanlegum kaupanda og þar til hann fær skotvopnið afhent. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að menn kaupi byssu og fremji ódæði í tilfinningalegu uppnámi eða hita augnabliksins. Umræddum lögum hefur verið harðlega mótmælt af þeim sem styðja frjálsa og almenna skotvopnaeign og hafa þau staðist atlögur fyrir dómstólum. Samkvæmt Gun Violence Archive létust 18.800 af völdum skotsára af höndum annarra í Bandaríkjunum árið 2023, 36.200 særðust og þá notuðu 24.100 einstaklingar skotvopn til að svipta sig lífi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira