Innlent

Eldur í bíl­skúr í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp í bílskúr við Kjóahraun í Hafnarfirði um miðnætti.
Eldurinn kom upp í bílskúr við Kjóahraun í Hafnarfirði um miðnætti. SHS

Eldur kom upp í bílskúr við Kjóahraun í Hafnarfirði skömmu eftir miðnætti.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst útkallið þrjár mínútur yfir miðnætti. Vel gekk að slökkva eldinn en ljóst sé að tjón sé töluvert.

Annars fóru áramótin vel fram hjá slökkviliði. Senda hafi þurft dælubíla í einhver tvö eða þrjú minniháttar útköll en að þau hafi sjaldan verið eins fá á nýársnótt.

Þó var talsverður erill í sjúkrabílana, en ekkert útkallanna var vegna flugelda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×