Erlent

Danska flutninga­skipið varð fyrir annarri á­rás

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Skipið Maersk Hangzhou hefur orðið fyrir tveimur árásum í Rauðahafinu síðastliðinn sólarhring.
Skipið Maersk Hangzhou hefur orðið fyrir tveimur árásum í Rauðahafinu síðastliðinn sólarhring. Shipspotting.com

Danska fragtskipið sem varð í gær fyrir loftárás í Rauðahafinu varð fyrir annarri árás í morgun. Miðlæg stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, greinir frá þessu.

Skipið Maersk Hangzhou varð fyrir árás af höndum Hútana í gær eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Klukkan hálf átta í morgun að íslenskum tíma sendi skipið frá sér annað neyðarkall. Í neyðarkallinu kom fram að fjórir smábátar hefðu gert atlögu að skipinu. Áhafnir smábátanna fjögurra hleyptu af skotvopnum í átt að skipinu og komust í 20 metra fjarlægð frá því.

Öryggisteymi Maersk Hangzhou hóf gagnskothríð á bátana og tvær þyrlur bandaríska flotans brugðust við neyðarkallinu og komu á vettvang. Samkvæmt Centcom munu bandarísku þyrlurnar hafa sökkt þremur fjögurra bátana og drepið árásarmennina innanborðs. Sá fjórði komst undan.

Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu Mærsk sem á skipið sem um ræðir kemur fram að skipið sé í góðu ástandi. Jafnframt kemur fram að þyrlurnar bandarísku og áhafnir þeirra hafi ekki hlotið skaða af völdum árásarmannanna.


Tengdar fréttir

Danskt fragtskip hæft af eldflaug

Danskt fragtskip í eigu olíu- og flutningarisans Mærsk var hæft af eldflaug í gærkvöldi á siglingu um Rauðahafið. Þessu greinir DR frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×