Erlent

Fleiri látnir í loft­á­rás á rúss­nesku borgina Belgorod

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Samkvæmt rússneskum yfirvöldum létu 18 manns lífið í árásunum.
Samkvæmt rússneskum yfirvöldum létu 18 manns lífið í árásunum. AP

Átján manns létu lífið í árás Úkraínumanna á rússnesku borginni Belgorod í dag. Þar af þrjú börn, samkvæmt rússneskum yfirvöldum. Einnig særðust 111 manns.

BBC hefur eftir Vjatsjéslav Gladkov ríkisstjóra Belgorod-héraðs sem segir árásina sá verstu síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst á síðasta ári.

Þessar nýjustu í röð árása koma í kjölfar umfangsmikla loftárása Rússa á borgir í Úkraínu í gær þar sem fleiri en 30 létu lífið.

Talsmaður úkraínska hersins segir við BBC að fleiri en 70 drónar hafi verið sendir til árása á skotmörk í Rússlandi til að bregðast við því sem hann kallar „hryðjuverk Rússa gegn úkraínskum borgum og borgurum.“

„Í dag ollu úkraínskar stórskotaliðsárásir meiri skaða en þær hafa gert síðustu tvö ár,“ skrifar Vjatsjéslav á samfélagsmiðlinum rússneska Telegram í kjölfar árásanna.

Rússar brugðust skjótt við og skutu 6 eldflaugum á borgina Karkív hinum megin við landamærin sem særðu 19. Þar á meðal voru tvö börn og útlenskur ríkisborgari, samkvæmt talsmanni héraðsstjórnarinnar í Karkív.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×