Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 20:33 Yfirvöld í Suður-Afríku hafa formlega kært Ísraelsmenn fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. AP/Fatima Shbair Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. Lögin sem um ræðir eru alþjóðleg lög um þjóðarmorð sem samþykkt voru í kjölfar helfararinnar árið 1948. Alþjóðadómstóllinn í Haag er hæsti réttardómstóll Sameinuðu þjóðanna og dæmir í málum þjóða á milli. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir kæruna ekki eiga við rök að styðjast. Kenna Hamasliðum um Í kærunni er alþjóðadómstóllinn beðinn um bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva hernaðaraðgerðir Ísraelshers í Palestínu sem talsmenn Suður-Afríku segja vera „nauðsynlegar til að vernda frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða fyrir palestínsku þjóðina.“ Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir. Samkvæmt Reuters hefur Ísrael brugðist við þessu með því að kenna Hamasliðum um hryllinginn í Gasa. Ísrael segir Hamasliða hafa falið sig í sjúkrahúsum og skólum og því hafi sprengjuárásir á téð mannvirki verið réttlátar og einnig að Hamasliðar hafi farið ránshendi um mannúðaraðstoð í formi matargjafa, sjúkrabirgða og fleira. Hamassamtökin taka fyrir slíkar ásakanir. „Ísrael hefur gert það morgunljóst að íbúar Gasasvæðisins séu ekki óvinurinn og hefur gert allar mögulegar ráðstafanir til að afstýra tjóni á óbreytta borgara og til að koma mannúðaraðstoð til Gasabúa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð“ Kæra Suður-Afríku kemur í kjölfar mikillar gagnrýni þeirra á hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og hafa yfirvöld þar í landi meðal annars lokað ísraelska sendiráðinu í Pretoríu og hætt öllum diplómatískum samskiptum þar til friður náist. „Ísrael hefur, sérstaklega síðan 7. október 2023, ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð né afstýrt beinum og almennum stuðningi við þjóðarmorð,“ kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku. Suður-Afrísk yfirvöld hafa staðið við bakið á Palestínumönnum og málstað þeirra í marga áratugi og borið stöðuna þar í landi við stöðu svarta meirihluta Suður-Afríku á aðskilnaðarárunum. Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Lögin sem um ræðir eru alþjóðleg lög um þjóðarmorð sem samþykkt voru í kjölfar helfararinnar árið 1948. Alþjóðadómstóllinn í Haag er hæsti réttardómstóll Sameinuðu þjóðanna og dæmir í málum þjóða á milli. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir kæruna ekki eiga við rök að styðjast. Kenna Hamasliðum um Í kærunni er alþjóðadómstóllinn beðinn um bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva hernaðaraðgerðir Ísraelshers í Palestínu sem talsmenn Suður-Afríku segja vera „nauðsynlegar til að vernda frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða fyrir palestínsku þjóðina.“ Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir. Samkvæmt Reuters hefur Ísrael brugðist við þessu með því að kenna Hamasliðum um hryllinginn í Gasa. Ísrael segir Hamasliða hafa falið sig í sjúkrahúsum og skólum og því hafi sprengjuárásir á téð mannvirki verið réttlátar og einnig að Hamasliðar hafi farið ránshendi um mannúðaraðstoð í formi matargjafa, sjúkrabirgða og fleira. Hamassamtökin taka fyrir slíkar ásakanir. „Ísrael hefur gert það morgunljóst að íbúar Gasasvæðisins séu ekki óvinurinn og hefur gert allar mögulegar ráðstafanir til að afstýra tjóni á óbreytta borgara og til að koma mannúðaraðstoð til Gasabúa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð“ Kæra Suður-Afríku kemur í kjölfar mikillar gagnrýni þeirra á hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og hafa yfirvöld þar í landi meðal annars lokað ísraelska sendiráðinu í Pretoríu og hætt öllum diplómatískum samskiptum þar til friður náist. „Ísrael hefur, sérstaklega síðan 7. október 2023, ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð né afstýrt beinum og almennum stuðningi við þjóðarmorð,“ kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku. Suður-Afrísk yfirvöld hafa staðið við bakið á Palestínumönnum og málstað þeirra í marga áratugi og borið stöðuna þar í landi við stöðu svarta meirihluta Suður-Afríku á aðskilnaðarárunum.
Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira