Innlent

Hundraðasta ferð ársins á Esjuna til­einkuð Klöru

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Ásthildur Björnsdóttir gekk í hundraðasta sinn upp Esjuna, á þessu ári, í kvöld.
Ásthildur Björnsdóttir gekk í hundraðasta sinn upp Esjuna, á þessu ári, í kvöld. Vísir/Ívar Fannar

Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi.

Slysið átti sér stað fyrir utan skautahöllina á Akureyri þann 1. júlí 2021 þegar stór hoppukastali tókst á loft en í honum voru tugir barna. Fjögur börn slösuðust í slysinu, þar af ein sex ára stúlka, Klara. Hún hlaut alvarlega heilaáverka og var flutt á gjörgæslu. 

Klara er nú níu ára og hefur verið í mikilli endurhæfingu frá slysinu en hún mun aldrei ná fullum bata. 

Stuttu eftir slysið stofnuðu aðstandendur Klöru og fjölskyldu hennar stuðningshópinn Áfram Klara. Hreyfing hefur verið hópnum mikilvæg og hefur hann verið duglegur að safna áheitum til styrktar Klöru.

 Ásthildur Björnsdóttir, frænka Klöru og ein stofnenda hópsins, fór í kvöld í hundraðAsta sinn upp Esjuna í fjölmennum hópi til styrkar Klöru. Meðal þeirra sem fóru með hópnum var Guðni Th. Jóhannesson forseti. Að sögn Ásthildar hefur áheitasöfnun fyrir Klöru gengið mjög vel en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Tengdar fréttir

Hoppu­kastala­málinu ekki vísað frá

Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar.

Neita sök í hoppu­kastala­máli

Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×