Hoppukastalamálinu ekki vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2023 15:27 Frá vettvangi slyssins á Akureyri, sumarið 2021. Vísir/Lillý Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar. Reiknað er með að aðalmeðferð málsins fari fram í maí en verjendur sakborninganna fimm fá nú um mánaðarfrest til að skila greinargerðum vegna málsins. Sakborningar í málinu, sem snýst um slys sem varð í stórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021, höfðu allir farið fram á að málinu yrði vísað frá, þegar það var þingfest í síðasta mánuði. Alls voru fimm ákærðir vegna málsins. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Voru þeir ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastalanum umræddan dag. Forseti bæjarstjórnar á meðal ákærða Á meðal sjálfboðaliða KA sem ákærðir voru vegna málsins er Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Fimmmenningarnir neituðu allir sök þegar málið var þingfest í héraðsdómi Norðurlands eystra í síðasta mánuði. Sem fyrr segir fóru þeir einnig fram á að málinu yrði vísað frá. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Málflutningur um frávísunina fór fram í upphafi mánaðarins. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var þar helst tekist á um hvort að hoppukastalinn hafi verið nægjanlega vel festur niður eða ekki, og hver, ef einhver, hafi borið ábyrgð á því. Kastalinn tókst á loft í vindhviðu með fyrrgreindum afleiðingum. Sem fyrr segir var úrskurður um hvort frávísa ætti málinu kveðinn upp í dag, í gegnum fjarfundarbúnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Var það niðurstaða héraðsdóms að hafna kröfu sakborninganna um frávísun málsins og taka málið til efnismeðferðar. Næstu skref málsins eru þau að verjendur þeirra fá nú tæpan mánuð til þess að skila greinargerðum vegna málsins, áður en aðalmeðferð málsins fer fram. Horft er til þess að aðalmeðferð málsins fari fram í maímánuði. Akureyri Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Reiknað er með að aðalmeðferð málsins fari fram í maí en verjendur sakborninganna fimm fá nú um mánaðarfrest til að skila greinargerðum vegna málsins. Sakborningar í málinu, sem snýst um slys sem varð í stórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021, höfðu allir farið fram á að málinu yrði vísað frá, þegar það var þingfest í síðasta mánuði. Alls voru fimm ákærðir vegna málsins. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Voru þeir ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastalanum umræddan dag. Forseti bæjarstjórnar á meðal ákærða Á meðal sjálfboðaliða KA sem ákærðir voru vegna málsins er Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Fimmmenningarnir neituðu allir sök þegar málið var þingfest í héraðsdómi Norðurlands eystra í síðasta mánuði. Sem fyrr segir fóru þeir einnig fram á að málinu yrði vísað frá. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Málflutningur um frávísunina fór fram í upphafi mánaðarins. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var þar helst tekist á um hvort að hoppukastalinn hafi verið nægjanlega vel festur niður eða ekki, og hver, ef einhver, hafi borið ábyrgð á því. Kastalinn tókst á loft í vindhviðu með fyrrgreindum afleiðingum. Sem fyrr segir var úrskurður um hvort frávísa ætti málinu kveðinn upp í dag, í gegnum fjarfundarbúnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Var það niðurstaða héraðsdóms að hafna kröfu sakborninganna um frávísun málsins og taka málið til efnismeðferðar. Næstu skref málsins eru þau að verjendur þeirra fá nú tæpan mánuð til þess að skila greinargerðum vegna málsins, áður en aðalmeðferð málsins fer fram. Horft er til þess að aðalmeðferð málsins fari fram í maímánuði.
Akureyri Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32