Neita sök í hoppukastalamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2023 13:49 Frá vettvangi slyssins sumarið 2021. Vísir/Lillý Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. Heimir Örn og hinir fjórir eru ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní 2021. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Málið var lengi til rannsóknar en ákæra í því var nýlega gefin út. Hinir fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri.Aðsend Þrír hinna ákærðu voru á vegum eiganda hoppukastalans en hinir tveir, Heimir Örn þar á meðal, voru sjálfboðaliðar á vegum KA, sem tók hoppukastalann á leigu. Málið var sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Þar var Heimir Örn mættur í gegnum fjarfundarbúnað, auk þriggja annarra sakborninga. Sá eini sem mætti í dómsal á Akureyri í dag af sakborningunum var hinn sjálfboðaliðinn sem var á vegum KA. Allir fimm neituðu sök í málinu þegar sakarefnin voru borin undir þá í dag. Þá gerðu lögmenn þeirra allra kröfu um að málinu verði vísað frá dómi. Tekist verður á um þá kröfu þann 1. mars næstkomandi. Harmað að sjálfboðaliðar séu ákærðir Eftir að ákæran var gefin út gáfu forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar út yfirlýsingu þar sem það var harmað að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastalananum. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Þá hefur meirihlutinn á Akureyri lýst yfir fullu trausti við störf Heimis Arnar. Dómsmál Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Heimir Örn og hinir fjórir eru ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní 2021. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Málið var lengi til rannsóknar en ákæra í því var nýlega gefin út. Hinir fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri.Aðsend Þrír hinna ákærðu voru á vegum eiganda hoppukastalans en hinir tveir, Heimir Örn þar á meðal, voru sjálfboðaliðar á vegum KA, sem tók hoppukastalann á leigu. Málið var sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Þar var Heimir Örn mættur í gegnum fjarfundarbúnað, auk þriggja annarra sakborninga. Sá eini sem mætti í dómsal á Akureyri í dag af sakborningunum var hinn sjálfboðaliðinn sem var á vegum KA. Allir fimm neituðu sök í málinu þegar sakarefnin voru borin undir þá í dag. Þá gerðu lögmenn þeirra allra kröfu um að málinu verði vísað frá dómi. Tekist verður á um þá kröfu þann 1. mars næstkomandi. Harmað að sjálfboðaliðar séu ákærðir Eftir að ákæran var gefin út gáfu forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar út yfirlýsingu þar sem það var harmað að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastalananum. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Þá hefur meirihlutinn á Akureyri lýst yfir fullu trausti við störf Heimis Arnar.
Dómsmál Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32