Erlent

Lést þegar vöru­bíl var ekið inn í hóp fólks

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið átti sér stað skammt frá lestarstöðinni í Passau.
Slysið átti sér stað skammt frá lestarstöðinni í Passau. AP

Þrjátíu og sjö ára gömul kona er látin og fjórir alvarlega slasaðir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í þýska bænum Passau í suðausturhluta Þýskalands í morgun.

AP segir frá því að atvikið hafi átt sér stað skammt frá lestarstöðinni í Passau.

Kemur fram að í hópi slasaðra sé ellefu ára sonur konunnar sem lést, en ökumaður vörubílsins slasaðist einnig og var fluttur á sjúkrahús.

Þýskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að málið sé rannsakað sem slys á þessu stigi málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×