Vill að faðir sinn verði úrskurðaður látinn eftir dularfullt hvarf Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2023 13:39 Sean Bradley var búsettur á Selfossi, en hann lék meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ekkert hefur spurst til hans síðan 2018. Vísir/Vilhelm Moses Bradley, sonur fiðluleikarans Sean Aloysius Maríus Bradley sem spilaði meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands, vill að faðir hans verði úrskurðaður látinn. Ekki hefur spurst til Seans síðan um sumarið 2018. Sean Bradley spilaði á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sonurinn, sem býr í London, höfðar mál í Héraðsdómi Suðurlands þess efnis, en stefna hans er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Í mars 2020 lýsti lögreglan á Suðurlandi eftir Sean Bradley. Í tilkynningu hennar kom fram að hann hafi verið með skráða búsetu á Selfossi. Hann væri fæddur þann 22. apríl 1957 og væri 167 sentímetra hár. Einnig kom fram að Sean væri hreyfiskertur og hann gengi einungis stuttar vegalengdir án stuðnings. Í stefnu sinni segir Moses að hann hafi sett sig í samband við lögreglustjórann á Suðurlandi í desember 2019 og lýsti yfir áhyggjum af föður sínum. Hann sagðist ekki hafa verið í miklum samskiptum við föður sinn því hann hafi átt við langvarandi áfengisvanda að stríða. Þá hafi Sean átt það til að láta ekki ná í sig tímabundið. Moses segist ekki hafa neinar upplýsingar um það hvar faðir hans geti verið niðurkominn. Og þá segir að rannsókn lögreglu á hvarfinu hafi ekki borið árangur. Fyrir dómi hefur lögreglumaður staðfest fyrir dómi að engar upplýsingar liggja fyrir um veru hans. Þó kemur fram að Sean hafi átt bókað flugsæti til Spánar í júni 2018, en ekki hefur fengist staðfest hvort hann hafi nýtt sætið eða ekki, þá hafi engar upplýsingar fengist frá yfirvöldum á Spáni um mögulega komu hans til landsins eða hvort hann dveljist þar. Einnig kemur fram að engin virkni hafi verið á bankareikningum Sean eða greiðslukortum hans í lengri tíma. Sagðist kominn í búddaklaustur Fréttablaðið fjallaði um mál Seans í maí 2020. Þar kom fram að hvarfið hafi borið til með dularfullum hætti. Hann hafi mælt sér mót við vinkonu sína í júní 2018, en hann ekki mætt á stefnumótið og hún ekki náð í hann þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Síðan hafi sonur hans komið til landsins en hvergi fundið föður sinn. Síðan hafi Sean tilkynnt á samfélagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. „Það síðasta sem við heyrðum af honum, þá var hann á Spáni. Hann sagðist vera kominn í búdda-klaustur og stunda íhugun, hann hefði það gott og við ættum að láta hann í friði,“ hafði Fréttablaðið eftir vinkonu Seans á suðurlandi. Þeim sem voru honum nákomnir þætti þetta sérstakt því hann væri flughræddur og hefði vegna þess ekki viljað heimsækja fjölskyldu sína á Bretlandseyjum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið ræddi einnig við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, sem sagði ýmislegt koma til greina. Sean gæti hafa veikst, lent inni á sjúkrahúsi, hann hafi mögulega ákveðið að láta sig hverfa, og mögulega hafi hann verið drepinn. Skora á fólk að stíga fram Í stefnu Moses er skorað á hvern þann sem kunni að hafa upplýsingar um hvarf Seans Bradley að koma fram fyrir dóm við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands þann áttunda apríl á næsta ári. Komi ekkert fram sem bendi til þess að Sean sé á lífi, eða aðrar mikilvægar upplýsingar megi vænta þess að Sean verði úrskurðaður látinn. Dómsmál Lögreglumál Árborg Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvör ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Sean Bradley spilaði á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sonurinn, sem býr í London, höfðar mál í Héraðsdómi Suðurlands þess efnis, en stefna hans er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Í mars 2020 lýsti lögreglan á Suðurlandi eftir Sean Bradley. Í tilkynningu hennar kom fram að hann hafi verið með skráða búsetu á Selfossi. Hann væri fæddur þann 22. apríl 1957 og væri 167 sentímetra hár. Einnig kom fram að Sean væri hreyfiskertur og hann gengi einungis stuttar vegalengdir án stuðnings. Í stefnu sinni segir Moses að hann hafi sett sig í samband við lögreglustjórann á Suðurlandi í desember 2019 og lýsti yfir áhyggjum af föður sínum. Hann sagðist ekki hafa verið í miklum samskiptum við föður sinn því hann hafi átt við langvarandi áfengisvanda að stríða. Þá hafi Sean átt það til að láta ekki ná í sig tímabundið. Moses segist ekki hafa neinar upplýsingar um það hvar faðir hans geti verið niðurkominn. Og þá segir að rannsókn lögreglu á hvarfinu hafi ekki borið árangur. Fyrir dómi hefur lögreglumaður staðfest fyrir dómi að engar upplýsingar liggja fyrir um veru hans. Þó kemur fram að Sean hafi átt bókað flugsæti til Spánar í júni 2018, en ekki hefur fengist staðfest hvort hann hafi nýtt sætið eða ekki, þá hafi engar upplýsingar fengist frá yfirvöldum á Spáni um mögulega komu hans til landsins eða hvort hann dveljist þar. Einnig kemur fram að engin virkni hafi verið á bankareikningum Sean eða greiðslukortum hans í lengri tíma. Sagðist kominn í búddaklaustur Fréttablaðið fjallaði um mál Seans í maí 2020. Þar kom fram að hvarfið hafi borið til með dularfullum hætti. Hann hafi mælt sér mót við vinkonu sína í júní 2018, en hann ekki mætt á stefnumótið og hún ekki náð í hann þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Síðan hafi sonur hans komið til landsins en hvergi fundið föður sinn. Síðan hafi Sean tilkynnt á samfélagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. „Það síðasta sem við heyrðum af honum, þá var hann á Spáni. Hann sagðist vera kominn í búdda-klaustur og stunda íhugun, hann hefði það gott og við ættum að láta hann í friði,“ hafði Fréttablaðið eftir vinkonu Seans á suðurlandi. Þeim sem voru honum nákomnir þætti þetta sérstakt því hann væri flughræddur og hefði vegna þess ekki viljað heimsækja fjölskyldu sína á Bretlandseyjum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið ræddi einnig við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, sem sagði ýmislegt koma til greina. Sean gæti hafa veikst, lent inni á sjúkrahúsi, hann hafi mögulega ákveðið að láta sig hverfa, og mögulega hafi hann verið drepinn. Skora á fólk að stíga fram Í stefnu Moses er skorað á hvern þann sem kunni að hafa upplýsingar um hvarf Seans Bradley að koma fram fyrir dóm við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands þann áttunda apríl á næsta ári. Komi ekkert fram sem bendi til þess að Sean sé á lífi, eða aðrar mikilvægar upplýsingar megi vænta þess að Sean verði úrskurðaður látinn.
Dómsmál Lögreglumál Árborg Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvör ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira