Innlent

Hálka eða hálku­blettir á flestum leiðum

Atli Ísleifsson skrifar
Eitthvað er um snjóþekju eða krapa á vegum suðvestantil.
Eitthvað er um snjóþekju eða krapa á vegum suðvestantil. Vísir/Vilhelm

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á suðvesturhorni landsins en eitthvað er um snjóþekju eða krapa.

Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að ófært sé á Kjósarskarði.

Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingsfærð á flestum leiðum. Ófært er milli Búða og Hellna. Þungfært eða ófært er víða í uppsveitum Borgarfjarðar.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja víða en ófært er norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi er þæfingsfærð á Öxnadalsheiði og Siglufjarðarvegi. Snjóþekja eða hálka eru á flestum leiðum.

Á Norðausturlandi er þungfært á Háreksstaðaleið. Hálka er á flestum vegum en snjóþekja á nokkrum leiðum. Ófært er á Dettifossvegi (862).

Á Austurlandi er þungfært á Fjarðarheiði en hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Flughált er á syðri hluta Upphéraðsvegar og sést hefur til hreindýra við vegi í Álftafirði, Hamarsfirði og Berufirði.

Á Suðausturlandi er þæfingsfærð á Breiðamerkursandi. Hálka eða snjóþekja eru flestum leiðum en flughálka er milli Hvalnes og Jökulsárlóns.

Á Suðurland er flughálka á milli Markarfljóts og Hvolsvallar. Snjóþekja, hálka, hálkublettir eða krapi eru á flestum leiðum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×