Fótbolti

Toppliðið með fjögurra stiga for­skot yfir jólin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Inter trónir á toppi ítölsku deildarinnar yfir jólahátíðina.
Inter trónir á toppi ítölsku deildarinnar yfir jólahátíðina. Vísir/Getty

Inter Milan, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, fer með fjögurra stiga forskot inn í jólahátíðina eftir öruggan 2-0 sigur gegn Lecce í kvöld.

Yann Bisseck kom heimamönnum í Inter yfir á 43. mínútu og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Nicolo Barella tvöfaldaði svo forystu liðsins þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka áður en Lameck Banda fékk að líta beint rautt spjald á 84. mínútu og gerði þar með út um vonir gestanna að snúa taflinu við.

Niðurstaðan því 2-0 sigur Inter sem trónir á toppi ítölsku deildarinnar yfir jólahátíðina með 44 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum meira en Juventus í öðru sætinu. Lecce situr hins vegar í 12. sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×