„Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 10:57 Izhar Cohen, söngvari, vandaði Íslendingum ekki kveðjurnar í nýlegu viðtali. Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. Þetta er meðal þess sem Cohen sagði í nýlegu viðtali á Channel 13 í Ísrael. Var þar verið að ræða um ákall margra hér á Íslandi eftir því að Ísraelum verði meinað að taka þátt í Eurovision á næsta ári, annars taki Ísland ekki þátt. Er það vegna átakanna á Gasaströndinni, sem kostað hafa yfir tuttugu þúsund Palestínumenn lífið. „Þið berjist fyrir mannréttindum allra í heiminum, nema fyrir mannréttindum Ísraela, fyrir mannréttindum gyðinga,“ sagði Cohen. „Þess vegna eru þið gyðingahatarar.“ Ríkisútvarpið sagði áður frá ummælum Cohen. Cohen sagði Íslendinga vita ekkert um Ísrael og Ísraela. Við hefðum innbyrt mikið af lygum og áróðri Palestínumanna. Sagði hann Íslendinga ekki gera neitt annað en að öskra og öskra. Þá lagði hann til að í stað þess að bera pólitískar skoðanir okkar inn á svið söngvakeppninnar ættu Íslendingar að mæta með gott lag og vinna keppnina. „Þannig munum við eftir ykkur. Hvar eru þið? Einhversstaðar við norðurpólinn, er það ekki? Eitthvað með ís og eld. Annars getið þið bara haldið áfram að gelta.“ Cohen sagði að Ísraelar yrðu áfram í Ísrael í fimmtíu þúsund ár. sama hvað Íslendingum finnist um það. „Það er mikið af klaka á Íslandi, er það ekki? Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti! Ísrael tólf stig og Ísland núll,“ sagði Cohen við góðar undirtektir þáttastjórnendans. Hér að neðan má sjá lag Cohen frá 1978. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Tengdar fréttir Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56 Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Cohen sagði í nýlegu viðtali á Channel 13 í Ísrael. Var þar verið að ræða um ákall margra hér á Íslandi eftir því að Ísraelum verði meinað að taka þátt í Eurovision á næsta ári, annars taki Ísland ekki þátt. Er það vegna átakanna á Gasaströndinni, sem kostað hafa yfir tuttugu þúsund Palestínumenn lífið. „Þið berjist fyrir mannréttindum allra í heiminum, nema fyrir mannréttindum Ísraela, fyrir mannréttindum gyðinga,“ sagði Cohen. „Þess vegna eru þið gyðingahatarar.“ Ríkisútvarpið sagði áður frá ummælum Cohen. Cohen sagði Íslendinga vita ekkert um Ísrael og Ísraela. Við hefðum innbyrt mikið af lygum og áróðri Palestínumanna. Sagði hann Íslendinga ekki gera neitt annað en að öskra og öskra. Þá lagði hann til að í stað þess að bera pólitískar skoðanir okkar inn á svið söngvakeppninnar ættu Íslendingar að mæta með gott lag og vinna keppnina. „Þannig munum við eftir ykkur. Hvar eru þið? Einhversstaðar við norðurpólinn, er það ekki? Eitthvað með ís og eld. Annars getið þið bara haldið áfram að gelta.“ Cohen sagði að Ísraelar yrðu áfram í Ísrael í fimmtíu þúsund ár. sama hvað Íslendingum finnist um það. „Það er mikið af klaka á Íslandi, er það ekki? Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti! Ísrael tólf stig og Ísland núll,“ sagði Cohen við góðar undirtektir þáttastjórnendans. Hér að neðan má sjá lag Cohen frá 1978.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Tengdar fréttir Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56 Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06
Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13
Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56
Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46