Völdu Arnar og reyna nú að semja við Víkinga Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 11:51 Arnar Gunnlaugsson hefur gert Víkinga að besta liði landsins en liðið vann tvöfalt í ár og varð Íslandsmeistari með yfirburðum. vísir/Sigurjón Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping hafa hafið viðræður við kollega sína hjá Víkingi um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Vísi í dag. Nokkuð er liðið síðan að Víkingar gáfu leyfi fyrir því að Norrköping ræddi við Arnar og ljóst er að þeir fundir hafa gengið vel því Arnar er nú fyrsti kostur hjá félaginu. Kári segir að þó að viðræður á milli félaganna tveggja séu hafnar þá þýði það ekki að málið sé í höfn en ljóst er að Víkingar vilja að sjálfsögðu sanngjarna greiðslu fyrir sinn sigursæla þjálfara. Arnar hefur verið aðalþjálfari Víkings frá árinu 2018 og undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla. Liðið vann tvöfalt bæði í ár og árið 2021. Norrköping var með fleiri kandídata í huga og fundaði til að mynda einnig með Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur sænska 1. deildarfélagið Öster einnig sett sig í samband við Jóhannes Karl. Kynnti þrjá nýja leikmenn á mánudaginn Arnar var í Víkinni á mánudag þar sem hann kynnti þrjá nýja leikmenn Víkings til leiks. Þá var þó þegar ljóst að óvíst væri hvort Arnar yrði þjálfari þeirra. Eftir leikmannakynninguna sagði Arnar í samtali við Vísi að hann væri ánægður með hvernig fundirnir í Svíþjóð hefðu gengið. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ sagði Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá er hann sannfærður um að félagið verði áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt,“ sagði Arnar á mánudaginn. Mikið Íslendingafélag IFK Norrköping hefur haft sterka tengingu við Ísland um árabil og á síðustu leiktíð, þegar liðið endaði í 9. sæti í sænsku úrvalsdeildinni, léku þrír Íslendingar með liðinu. Það voru þeir Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Ari Freyr Skúlason, sem nú er hættur í fótbolta en starfar áfram fyrir Norrköping. Glen Riddersholm var þjálfari liðsins frá því í ágúst í fyrra en hætti svo í nóvember þegar síðustu leiktíð lauk. Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Vísi í dag. Nokkuð er liðið síðan að Víkingar gáfu leyfi fyrir því að Norrköping ræddi við Arnar og ljóst er að þeir fundir hafa gengið vel því Arnar er nú fyrsti kostur hjá félaginu. Kári segir að þó að viðræður á milli félaganna tveggja séu hafnar þá þýði það ekki að málið sé í höfn en ljóst er að Víkingar vilja að sjálfsögðu sanngjarna greiðslu fyrir sinn sigursæla þjálfara. Arnar hefur verið aðalþjálfari Víkings frá árinu 2018 og undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla. Liðið vann tvöfalt bæði í ár og árið 2021. Norrköping var með fleiri kandídata í huga og fundaði til að mynda einnig með Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur sænska 1. deildarfélagið Öster einnig sett sig í samband við Jóhannes Karl. Kynnti þrjá nýja leikmenn á mánudaginn Arnar var í Víkinni á mánudag þar sem hann kynnti þrjá nýja leikmenn Víkings til leiks. Þá var þó þegar ljóst að óvíst væri hvort Arnar yrði þjálfari þeirra. Eftir leikmannakynninguna sagði Arnar í samtali við Vísi að hann væri ánægður með hvernig fundirnir í Svíþjóð hefðu gengið. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ sagði Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá er hann sannfærður um að félagið verði áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt,“ sagði Arnar á mánudaginn. Mikið Íslendingafélag IFK Norrköping hefur haft sterka tengingu við Ísland um árabil og á síðustu leiktíð, þegar liðið endaði í 9. sæti í sænsku úrvalsdeildinni, léku þrír Íslendingar með liðinu. Það voru þeir Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Ari Freyr Skúlason, sem nú er hættur í fótbolta en starfar áfram fyrir Norrköping. Glen Riddersholm var þjálfari liðsins frá því í ágúst í fyrra en hætti svo í nóvember þegar síðustu leiktíð lauk.
Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn