Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2023 08:26 Kirby sagði í gær að enn væri unnið að texta ályktunarinnar. Hún verður mögulega tekin til atkvæðagreiðslu í dag. AP/Andrew Harnik Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. Drög ályktunarinnar voru lögð fram af Sameinuðu arabísku furstadæmunum en unnið hefur verið að því síðustu daga að haga orðalaginu þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá, frekar en að beita neitunarvaldi sínu. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um ályktunina á mánudag og svo í gær en erlendir miðlar segja ósætti innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum orsök þess að málið hefur ekki enn verið tekið fyrir. Orðalag ályktunarinnar var upphaflega þannig að kallað var eftir því að látið yrði af átökum á Gasa en því var síðar breytt á þann veg að kallað væri eftir mannúðarhléi og skrefum til að binda enda á átökin. Sendinefnd Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar var sögð hafa verið sátt við síðarnefnda orðalagið en babb komið í bátinn þegar málið var borið undir Hvíta húsið, sem er sagt vera afdráttarlausara í stuðningi sínum við Ísrael en utanríkisráðuneytið. Innan Hvíta hússins eru menn sagðir hafa verið mótfallnir því að talað væri um endalok átaka yfir höfuð og efasemda um ákvæði þar sem fjallað er um eftirlit Sameinuðu þjóðanna með neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa, án þess að minnst væri á rétt Ísrael til að hafa eftirlit með gögnum sem færu um ríkið. Þá var því mótmælt að árásir Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn væru ekki fordæmdar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að vinna við textann stæði enn yfir en það væri afar mikilvægt að ekkert væri dregið undan hvað varðaði voðaverk Hamas né rétt Ísrael til að grípa til varna. Þá væri mikilvægt að heimsbyggðin áttaði sig á því hvað væri í húfi. Æðsti pólitíski leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, sem hefur aðsetur í Katar, mun ferðast til Egyptalands í dag til að eiga viðræður um annað samkomulag um vopnahlé gegn lausn gísla. Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur staðfest að Ísraelsmenn séu áhugasamir um nýtt samkomulag. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Drög ályktunarinnar voru lögð fram af Sameinuðu arabísku furstadæmunum en unnið hefur verið að því síðustu daga að haga orðalaginu þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá, frekar en að beita neitunarvaldi sínu. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um ályktunina á mánudag og svo í gær en erlendir miðlar segja ósætti innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum orsök þess að málið hefur ekki enn verið tekið fyrir. Orðalag ályktunarinnar var upphaflega þannig að kallað var eftir því að látið yrði af átökum á Gasa en því var síðar breytt á þann veg að kallað væri eftir mannúðarhléi og skrefum til að binda enda á átökin. Sendinefnd Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar var sögð hafa verið sátt við síðarnefnda orðalagið en babb komið í bátinn þegar málið var borið undir Hvíta húsið, sem er sagt vera afdráttarlausara í stuðningi sínum við Ísrael en utanríkisráðuneytið. Innan Hvíta hússins eru menn sagðir hafa verið mótfallnir því að talað væri um endalok átaka yfir höfuð og efasemda um ákvæði þar sem fjallað er um eftirlit Sameinuðu þjóðanna með neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa, án þess að minnst væri á rétt Ísrael til að hafa eftirlit með gögnum sem færu um ríkið. Þá var því mótmælt að árásir Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn væru ekki fordæmdar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að vinna við textann stæði enn yfir en það væri afar mikilvægt að ekkert væri dregið undan hvað varðaði voðaverk Hamas né rétt Ísrael til að grípa til varna. Þá væri mikilvægt að heimsbyggðin áttaði sig á því hvað væri í húfi. Æðsti pólitíski leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, sem hefur aðsetur í Katar, mun ferðast til Egyptalands í dag til að eiga viðræður um annað samkomulag um vopnahlé gegn lausn gísla. Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur staðfest að Ísraelsmenn séu áhugasamir um nýtt samkomulag.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira