Innlent

Lón­staða Þóris­vatns með versta móti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Manngert útfall Þórisvatns við Vatnsfell. Þaðan er vatninu miðlað til virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.
Manngert útfall Þórisvatns við Vatnsfell. Þaðan er vatninu miðlað til virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Arnar Halldórsson

Landsvirkjun hefur skert raforku til stórnotenda á suðvesturhluta landsins. Ert það gert vegna lélegs vatnsbúskaps en lónstaða Þórisvatns er með versta móti.

Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á suðvesturhluta landsins, Elkem, Norðuráli og Rio Tinto og fjarvarmaveitum, að skerða þurfi orku til starfsemi þeirra. Skerðingin hefst 19. janúar næstkomandi og gert er ráð fyrir að þær geti staðið til 30. apríl, það fari þó eftir vatnsbúskapi á tímabilinu. 

„Staðan hefur enn versnað frá síðasta mánuði, þegar grípa þurfti til takmörkunar á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Desember var verulega þurr mánuður syðra og lónstaða Þórisvatns með versta móti. Innrennsli í Þórisvatn þetta haustið er innan verstu 5% sem sést hafa,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. 

Áætlanir sýna að yfirborð Þórisvatns getu farið niður fyrir 562 metra yfir sjávarmáli í annað sinn í sögunni. Lægst mældist lánið 560,3 metra yfir sjávarmálið vorið 2014.

„Gert er ráð fyrir fullri nýtingu skerðingarheimilda í þeim samningum sem um ræðir, en skerðingarheimildin er mismunandi eftir samningum. Almennt nemur skerðingin um 10% á mánuði, en það er þó misjafnt eftir samningum, m.a. eftir því hversu hratt fyrirtækin geta dregið úr orkunotkun sinni,“ segir í tilkynningunni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×