Innlent

Eldur í jólaskreytingu í Skip­holti

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frá vettvangi í Skipholti á fimmta tímanum.
Frá vettvangi í Skipholti á fimmta tímanum. Vísir/Bjarki

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall í Skipholtinu í dag vegna elds sem kviknaði í jólaskreytingu.

Guðjón S. Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að um minniháttar eldsvoða sé að ræða.

Tveir slökkviliðsbílar hafi verið sendir á vettvang og annar þeirra hafi snúið við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×