Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Aleksandar Vucic Serbíuforseti fagnaði í gærkvöldi. AP Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. Þegar búið er að telja um áttatíu prósent atkvæða hefur flokkur Vucic, hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS), tryggt sér nærri 47 prósent akvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, sem saman gengur undir nafninu Serbía gegn ofbeldi, hefur samkvæmt einungis tryggt sér rúmlega 23 prósent atkvæða. Þó að nafn Vucic hafi ekki verið á kjörseðlinum var almennt litið á kosningar gærdagsins sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Vucic og störf hans. „Mitt starf er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja hreinan meirihluta,“ sagði Vucic í gærkvöldi þar sem hann ávarpaði þjóð sína með forsætisráðherrann Ana Brnabic og umdeildan leiðtoga Bosníuserba, Milorad Dodik, sér við hlið. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tölur frá 8.273 kjörstöðum landsins bendi til stórsigurs Framfaraflokksins en að mun mjórra hafi verið á munum milli Framfaraflokksins og stjórnarandstöðu meðal kjósenda í höfuðborginni Belgrad. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu samhliða þingkosningunum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og segja misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, Serbía gegn ofbeldi, var myndað í kjölfar tveggja fjöldamorða í landinu í maí síðastliðnum sem leiddi til fjölmennra mótmæla, en nítján manns lífið létu lífið í árásunum og þar af tíu manns í skóla í Belgrad. Framfaraflokkurinn hefur stýrt Serbíu frá árinu 2012, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu í þrígang á síðustu þremur árum. Vucic tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014 en tók við forsetaembættinu árið 2017 og hefur gegnt því síðan. Serbía Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Þegar búið er að telja um áttatíu prósent atkvæða hefur flokkur Vucic, hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS), tryggt sér nærri 47 prósent akvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, sem saman gengur undir nafninu Serbía gegn ofbeldi, hefur samkvæmt einungis tryggt sér rúmlega 23 prósent atkvæða. Þó að nafn Vucic hafi ekki verið á kjörseðlinum var almennt litið á kosningar gærdagsins sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Vucic og störf hans. „Mitt starf er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja hreinan meirihluta,“ sagði Vucic í gærkvöldi þar sem hann ávarpaði þjóð sína með forsætisráðherrann Ana Brnabic og umdeildan leiðtoga Bosníuserba, Milorad Dodik, sér við hlið. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tölur frá 8.273 kjörstöðum landsins bendi til stórsigurs Framfaraflokksins en að mun mjórra hafi verið á munum milli Framfaraflokksins og stjórnarandstöðu meðal kjósenda í höfuðborginni Belgrad. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu samhliða þingkosningunum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og segja misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, Serbía gegn ofbeldi, var myndað í kjölfar tveggja fjöldamorða í landinu í maí síðastliðnum sem leiddi til fjölmennra mótmæla, en nítján manns lífið létu lífið í árásunum og þar af tíu manns í skóla í Belgrad. Framfaraflokkurinn hefur stýrt Serbíu frá árinu 2012, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu í þrígang á síðustu þremur árum. Vucic tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014 en tók við forsetaembættinu árið 2017 og hefur gegnt því síðan.
Serbía Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira