Erlent

Öryggis­ráðið greiðir at­kvæði um vopnahléstillögu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Til átaka hefur komið um þau aðföng sem hafa komist inn á Gasa.
Til átaka hefur komið um þau aðföng sem hafa komist inn á Gasa. AP/Fatima Shbair

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir og greiða atkvæði um nýja tillögu um tafalaust og varanlegt vopnahlé á Gasa, til að greiða fyrir neyðaraðstoð á svæðinu.

Samkvæmt drögum að tillögunni, sem koma frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, er einnig kallað eftir tveggja ríkja lausn á svæðinu og áhersla lögð á sameiningu Gasa og Vesturbakkans.

Í drögunum er ekki fjallað um Hamas en allar árásir á almenna borgara fordæmdar og kallað eftir lausn allra gísla. 

Viðræður um drögin stóðu yfir í allan gærdag en Bandaríkjamenn hafa áður beitt neitunarvaldi sínu vegna áþekkra tillaga. 

Stjórnvöld vestanhafs hafa hingað til lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við Ísrael en Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði við því á dögunum að alþjóðlegur stuðningur færi þverrandi vegna mannfalls meðal almennra borgara á Gasa.

Reuters greindi frá því í gær að bæði Ísraelsmenn og Hamas væru opin fyrir tímabundnu vopnahléi gegn lausn gísla en ágreiningur væri uppi um framkvæmdina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×