Erlent

Ísraelskir her­menn drápu þrjá gísla

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Shejaiyahverfi Gasaborgar í dag.
Atvikið átti sér stað í Shejaiyahverfi Gasaborgar í dag. AP/Hatem Ali

Ísraelski herinn drap í dag þrjá gísla sem voru í haldi Hamas-liða. Samkvæmt talsmönnum ísraelska hersins var um mistök að ræða og að hermennirnir hafi staðið í trú um að gíslarnir væru ógn.

„Við bardaga í Shejaiya töldu hermenn fyrir mistök að þrír ísraelskir gíslar væru ógn og skutu þeir á þá með þeim afleiðingum að þeir dóu,“ skrifar talsmaður ísraelska hersins Daniel Hagari á samfélagsmiðilinn X.

Fjölskylda hinna látnu hafa verið látnir vita, samkvæmt hernum. Nöfn tveggja gíslanna sem létust hafa verið gerð opinber. Báðir þeirra voru tekin fanga í árás Hamas-liða þann 7. október síðastliðinn.

Samkvæmt ísraelska hernum kaus fjölskylda þriðja gíslsins að gera nafn þess ekki opinbert.

Ekki liggur fyrir hvers vegna gíslarnir voru taldir vera ógn eða hvort gíslarnir hafi flúið á eigin spýtur eða verið skildir eftir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×