Skjóti skökku við að banna fólki að bjarga verðmætum frá förgun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. desember 2023 07:01 Þórður segist hafa bent Sorpu á að stefnan skjóti skökku við um nokkurra ára skeið. Vísir Þórður Magnússon, tónskáld, furðar sig á því að Sorpa meini fólki að bjarga verðmætum frá förgun. Hann segir það ítrekað gerast að verðmætum sé fargað í stað þess að þau fari í Góða hirðirinn. Dæmi um það sé forláta borðstofusett eftir Guðmund blinda. Tilefnið eru fréttir af því að það hafi færst í aukana að fólk geri sér ferð á endurvinnslustöð Sorpu úti á Granda og taki hluti þar úr gámum. Öryggisverðir voru þar látnir standa vaktina um helgina. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, sagði að fólk tæki flöskur og dósir en líka sjónvörp og önnur raftæki. Ekki væri í boði að taka sjónvörp, réttur farvegur væri í gegnum Góða hirðirinn. Ekki að verja þá sem stela Þórður segir í samtali við Vísi að svör Gunnars Dofra séu ekki alveg heiðarleg. Þar tali hann eins og eingöngu sé um að ræða gám Góða hirðisins. „En staðreyndin er sú að Sorpa bannar líka fólki að taka úr raftækjagáminum, sem og öðrum gámum, þar sem innihaldið á að fara í förgun en ekki í endursölu í Góða hirðinum.“ Hann segist ekki ætla að verja þá sem steli úr gámi Góða hirðisins eða endurvinnslugámum. Þórður segir að sig gruni að sú hegðun sé þó afar sjaldgæf. „Hitt er líklega mun algengara að einhver grípi með sér raftæki eða annað sem á að fara í förgun enda töluvert betri nýting að endurnota raftæki með því að laga þau heldur en að nota þau í landfyllingar.“ Heimtuðu að borðstofusettið færi í förgun Þórður rifjar upp að fjölskyldunni hafi eitt sinn áskotnast nýtt borðstofusett. Þau hafi því þurft að losa sig við það gamla, sem þó hafi verið mikil verðmæti. Lítið sem ekkert annað sé í boði en að fara með það í Góða hirðinn. „En starfsmenn Sorpu ætluðu að banna mér að setja þetta í gám Góða hirðisins og virkilega lögðu það að mér að ég ætti að setja þetta í timburrusl. Þeir litu svo á að það væri nóg til af boðstofusettum í Góða hirðinum,“ segir Þórður. „Það endaði bara með því að ég heimtaði að fá að setja þetta í Góða hirðis gáminn. Þetta væru verðmæti, væri eftir þekktan íslenskan smið, sem heitir Guðmundur blindi. Þeir sem þekkja aðeins til í húsgagnaiðnaðinum á Íslandi, þeir þekkja hann.“ Þórður segir að starfsmenn Sorpu séu mjög gjarnir á að ferja hluti úr gáminum og yfir í ruslið. Hann segist gruna að borðstofusettið hafi þrátt fyrir allt að lokum endað í förgunargámi Heilbrigði skynsemi að slaka á stefnunni Þórður segir að sér finnist ekki að Sorpa eigi að banna fólki að taka hluti úr gámum með innihaldi sem á að farga, svo lengi sem það fari sjálfum sér ekki og öðrum að voða. „Ég vil ekki líta út eins og asni sem fattar ekki að auðvitað getur orðið rask af því ef Sorpa myndi fyllast af fólki sem væri að klifra í gámunum. Þetta eru gild sjónarmið en þetta snýst í raun ekki um það,“ segir Þórður. Hann segir starfsmenn Sorpu vel geta áskilið sér rétt til þess að reka fólk af svæðinu verði það til vandræða, til að mynda ef of margir eru á svæðinu. Heilbrigð skynsemi segi að fólk ætti að líta í gegnum fingur sér vegna þessa. Þórður segist hafa barist fyrir því í mörg ár að Sorpa slaki á þessari stefnu sinni. Hann segir það skjóta skökku við að Sorpa stuðli að sóun með þessum hætti og segist hafa skrifað þeim þó nokkur bréf um efnið. Hentu iMac fyrir flatskjá Hann nefnir annað dæmi um það þegar hann fylgdist með starfsmönnum ferja Apple iMac borðtölvu úr gámi Góða hirðisins og í förgun. „Þeir tóku hana úr Góða hirðisgáminum og færðu hana yfir í förgunargám og ég var svona eitthvað að forvitnast um þetta. Þá kemur í ljós að Góði hirðirinn hafi gefið tilmæli um það að þeir væru komnir með of marga flatskjái.“ Þórður segir dæmið sýna að stefna Sorpu standist ekki skoðun. Umrædd tölva hafi alls ekki verið neinn flatskjár. „Þetta er gott dæmi um það þegar Sorpustarfsmenn eru í rauninni ekki dómbærir á það hvað sé verðmætt og hvað ekki,“ segir Þórður. „Á sama tíma og ég sá þennan gaur ferja þessa tölvu yfir í förgunargám, þá var þessi sama tölva til sölu á Bland á 50 þúsund krónur. Þannig að þetta voru töluverð verðmæti. Þetta var augljóslega þannig að manneskja hafði keypt sér nýja tölvu og vildi þá endilega gefa gömlu tölvuna. Þá grípur einhver Sorpustarfsmaður inn í og fer með hana í ruslið, sem er náttúrulega ansi leiðinlegt.“ Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Tilefnið eru fréttir af því að það hafi færst í aukana að fólk geri sér ferð á endurvinnslustöð Sorpu úti á Granda og taki hluti þar úr gámum. Öryggisverðir voru þar látnir standa vaktina um helgina. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, sagði að fólk tæki flöskur og dósir en líka sjónvörp og önnur raftæki. Ekki væri í boði að taka sjónvörp, réttur farvegur væri í gegnum Góða hirðirinn. Ekki að verja þá sem stela Þórður segir í samtali við Vísi að svör Gunnars Dofra séu ekki alveg heiðarleg. Þar tali hann eins og eingöngu sé um að ræða gám Góða hirðisins. „En staðreyndin er sú að Sorpa bannar líka fólki að taka úr raftækjagáminum, sem og öðrum gámum, þar sem innihaldið á að fara í förgun en ekki í endursölu í Góða hirðinum.“ Hann segist ekki ætla að verja þá sem steli úr gámi Góða hirðisins eða endurvinnslugámum. Þórður segir að sig gruni að sú hegðun sé þó afar sjaldgæf. „Hitt er líklega mun algengara að einhver grípi með sér raftæki eða annað sem á að fara í förgun enda töluvert betri nýting að endurnota raftæki með því að laga þau heldur en að nota þau í landfyllingar.“ Heimtuðu að borðstofusettið færi í förgun Þórður rifjar upp að fjölskyldunni hafi eitt sinn áskotnast nýtt borðstofusett. Þau hafi því þurft að losa sig við það gamla, sem þó hafi verið mikil verðmæti. Lítið sem ekkert annað sé í boði en að fara með það í Góða hirðinn. „En starfsmenn Sorpu ætluðu að banna mér að setja þetta í gám Góða hirðisins og virkilega lögðu það að mér að ég ætti að setja þetta í timburrusl. Þeir litu svo á að það væri nóg til af boðstofusettum í Góða hirðinum,“ segir Þórður. „Það endaði bara með því að ég heimtaði að fá að setja þetta í Góða hirðis gáminn. Þetta væru verðmæti, væri eftir þekktan íslenskan smið, sem heitir Guðmundur blindi. Þeir sem þekkja aðeins til í húsgagnaiðnaðinum á Íslandi, þeir þekkja hann.“ Þórður segir að starfsmenn Sorpu séu mjög gjarnir á að ferja hluti úr gáminum og yfir í ruslið. Hann segist gruna að borðstofusettið hafi þrátt fyrir allt að lokum endað í förgunargámi Heilbrigði skynsemi að slaka á stefnunni Þórður segir að sér finnist ekki að Sorpa eigi að banna fólki að taka hluti úr gámum með innihaldi sem á að farga, svo lengi sem það fari sjálfum sér ekki og öðrum að voða. „Ég vil ekki líta út eins og asni sem fattar ekki að auðvitað getur orðið rask af því ef Sorpa myndi fyllast af fólki sem væri að klifra í gámunum. Þetta eru gild sjónarmið en þetta snýst í raun ekki um það,“ segir Þórður. Hann segir starfsmenn Sorpu vel geta áskilið sér rétt til þess að reka fólk af svæðinu verði það til vandræða, til að mynda ef of margir eru á svæðinu. Heilbrigð skynsemi segi að fólk ætti að líta í gegnum fingur sér vegna þessa. Þórður segist hafa barist fyrir því í mörg ár að Sorpa slaki á þessari stefnu sinni. Hann segir það skjóta skökku við að Sorpa stuðli að sóun með þessum hætti og segist hafa skrifað þeim þó nokkur bréf um efnið. Hentu iMac fyrir flatskjá Hann nefnir annað dæmi um það þegar hann fylgdist með starfsmönnum ferja Apple iMac borðtölvu úr gámi Góða hirðisins og í förgun. „Þeir tóku hana úr Góða hirðisgáminum og færðu hana yfir í förgunargám og ég var svona eitthvað að forvitnast um þetta. Þá kemur í ljós að Góði hirðirinn hafi gefið tilmæli um það að þeir væru komnir með of marga flatskjái.“ Þórður segir dæmið sýna að stefna Sorpu standist ekki skoðun. Umrædd tölva hafi alls ekki verið neinn flatskjár. „Þetta er gott dæmi um það þegar Sorpustarfsmenn eru í rauninni ekki dómbærir á það hvað sé verðmætt og hvað ekki,“ segir Þórður. „Á sama tíma og ég sá þennan gaur ferja þessa tölvu yfir í förgunargám, þá var þessi sama tölva til sölu á Bland á 50 þúsund krónur. Þannig að þetta voru töluverð verðmæti. Þetta var augljóslega þannig að manneskja hafði keypt sér nýja tölvu og vildi þá endilega gefa gömlu tölvuna. Þá grípur einhver Sorpustarfsmaður inn í og fer með hana í ruslið, sem er náttúrulega ansi leiðinlegt.“
Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira