Sagði frið ekki nást án réttlætis Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 12:53 Frá tvíhliða fundi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Osló í morgun. EPA Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta sagði Katrín á sameiginlegum fréttamannafundi leiðtoga Norðurlandanna og Volodomír Selenskí Úkraínuforseta í Osló um hádegisbil í dag. Katrín þakkaði Selenskí sérstaklega fyrir að taka sér tíma til að hitta leiðtogana. Hún sagði fundurinn í morgun hafa verið merkingarmikinn þar sem mikilvægt væri að árétta stuðning Norðurlandanna í garð Úkraínu. Frá blaðamannafundinum í hádeginu. EPA Forsætisráðherra sagði ennfremur að unnið sé að því núna að finna út úr því hvernig Ísland muni styðja við Úkraínu á næsta ári og á næstu árum. Eðli málsins samkvæmt verði sá stuðningur borgaralegur og pólitískur alls staðar þar sem því verður komið við. Hún rifjaði upp að færanlegt sjúkrahús sem íslensk stjórnvöld hafi fært Úkraínumönnum að gjöf hafi nú verið tekið í notkun. Þá hafi verið verið ánægjulegt að sjá framvinduna þegar kemur að þeirri tjónaskrá sem tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Að koma á tjónaskrá var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík í maí. Katrín tók í morgun þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Selenskí, en gestgjafi fundarins er Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og aðrir þátttakendur eru Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Órofa stuðningur Á fundinum var rætt um áframhaldandi órofa stuðning Norðurlandanna við Úkraínu, en í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins er einnig lögð áhersla á að Rússar verði dregnir til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu. „Norðurlöndin lýsa yfir fullum stuðningi við friðaráætlun Úkraínu sem byggir á réttlátum og varanlegum friði og munu áfram vinna á alþjóðavettvangi að framgangi áætlunarinnar. Þá segir í yfirlýsingunni að framtíð Úkraínu liggi í hópi lýðræðisríkja Evrópu og að Norðurlöndin muni áfram styðja Úkraínu á leið sinni að aðild að Atlantshafsbandalaginu,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Stjr Frekari tækifæri til samstarfs Forsætisráðherra átti einnig tvíhliða fund með Úkraínuforseta þar sem þau ræddu meðal annars stuðning Íslands við Úkraínu og frekari tækifæri til og samstafs. „Stuðningur Íslands hefur fyrst og fremst verið veittur í gegnum alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn, Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Atlantshafsbandalagið og tengst mannúðarmálum, efnahagsaðstoð og varnaraðstoð. Ísland styður einnig við sérstök verkefni á borð við „Grain from Ukraine“ sem snýst um að koma korni frá Úkraínu til Afríkuríkja og alþjóðabandalag um endurheimt úkraínskra barna. Þá ræddu Katrín og Zelensky um tjónaskrána sem komið var á fót á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í maí sl. en góður gangur hefur verið í því verkefni. Róbert Spanó, fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, var kjörinn formaður stjórnar verkefnisins í vikunni. Loks átti forsætisráðherra tvíhliða fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Þar ræddu ráðherrarnir um málefni Úkraínu, stöðu mála á Gasa og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28,“ segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins um leiðtogafundinn. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag. 13. desember 2023 11:44 Selenskí á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló Volodómír Selenskí Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Noregs í morgun en hann hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum til að afla Úkraínu stuðnings í stríðinu gegn Rússum. 13. desember 2023 07:26 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Þetta sagði Katrín á sameiginlegum fréttamannafundi leiðtoga Norðurlandanna og Volodomír Selenskí Úkraínuforseta í Osló um hádegisbil í dag. Katrín þakkaði Selenskí sérstaklega fyrir að taka sér tíma til að hitta leiðtogana. Hún sagði fundurinn í morgun hafa verið merkingarmikinn þar sem mikilvægt væri að árétta stuðning Norðurlandanna í garð Úkraínu. Frá blaðamannafundinum í hádeginu. EPA Forsætisráðherra sagði ennfremur að unnið sé að því núna að finna út úr því hvernig Ísland muni styðja við Úkraínu á næsta ári og á næstu árum. Eðli málsins samkvæmt verði sá stuðningur borgaralegur og pólitískur alls staðar þar sem því verður komið við. Hún rifjaði upp að færanlegt sjúkrahús sem íslensk stjórnvöld hafi fært Úkraínumönnum að gjöf hafi nú verið tekið í notkun. Þá hafi verið verið ánægjulegt að sjá framvinduna þegar kemur að þeirri tjónaskrá sem tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Að koma á tjónaskrá var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík í maí. Katrín tók í morgun þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Selenskí, en gestgjafi fundarins er Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og aðrir þátttakendur eru Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Órofa stuðningur Á fundinum var rætt um áframhaldandi órofa stuðning Norðurlandanna við Úkraínu, en í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins er einnig lögð áhersla á að Rússar verði dregnir til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu. „Norðurlöndin lýsa yfir fullum stuðningi við friðaráætlun Úkraínu sem byggir á réttlátum og varanlegum friði og munu áfram vinna á alþjóðavettvangi að framgangi áætlunarinnar. Þá segir í yfirlýsingunni að framtíð Úkraínu liggi í hópi lýðræðisríkja Evrópu og að Norðurlöndin muni áfram styðja Úkraínu á leið sinni að aðild að Atlantshafsbandalaginu,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Stjr Frekari tækifæri til samstarfs Forsætisráðherra átti einnig tvíhliða fund með Úkraínuforseta þar sem þau ræddu meðal annars stuðning Íslands við Úkraínu og frekari tækifæri til og samstafs. „Stuðningur Íslands hefur fyrst og fremst verið veittur í gegnum alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn, Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Atlantshafsbandalagið og tengst mannúðarmálum, efnahagsaðstoð og varnaraðstoð. Ísland styður einnig við sérstök verkefni á borð við „Grain from Ukraine“ sem snýst um að koma korni frá Úkraínu til Afríkuríkja og alþjóðabandalag um endurheimt úkraínskra barna. Þá ræddu Katrín og Zelensky um tjónaskrána sem komið var á fót á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í maí sl. en góður gangur hefur verið í því verkefni. Róbert Spanó, fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, var kjörinn formaður stjórnar verkefnisins í vikunni. Loks átti forsætisráðherra tvíhliða fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Þar ræddu ráðherrarnir um málefni Úkraínu, stöðu mála á Gasa og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28,“ segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins um leiðtogafundinn.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag. 13. desember 2023 11:44 Selenskí á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló Volodómír Selenskí Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Noregs í morgun en hann hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum til að afla Úkraínu stuðnings í stríðinu gegn Rússum. 13. desember 2023 07:26 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag. 13. desember 2023 11:44
Selenskí á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló Volodómír Selenskí Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Noregs í morgun en hann hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum til að afla Úkraínu stuðnings í stríðinu gegn Rússum. 13. desember 2023 07:26