Innlent

Fékk slæmt höfuð­högg í fljúgandi hálku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hálkan var afar mikil á Álagranda í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun.
Hálkan var afar mikil á Álagranda í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun. LRH

Glerhált var víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun þegar að rigndi ofan í frostið sem var um helgina. Dæmi er um að fólk hafi flogið á hausinn og slasað sig alvarlega.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi tilkynningu í morgun til gangandi, hjólandi og akandi.

„Gangandi, hjólandi og akandi. Það er víða glerhált á höfuðborgarsvæðinu. Förum öll varlega!“ sagði í tilkynningunni.

Fréttastofu er kunnugt um að minnsta kosti eitt dæmi þess að íbúi miðsvæðis í Reykjavík hafi flogið á hausinn í fljúgandi hálkunni. Hann var fluttur á bráðamóttöku Landspítala.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafa fimm leitað á bráðamóttöku í morgun vegna hálkuslysa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×