Dagný hrósar West Ham fyrir stuðninginn í óléttunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 07:01 Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona Íslands og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, hefur hrósað félagi sínu fyrir stuðninginn en hún er sem stendur ólétt af sínu öðru barni. Dagný veltir hins vegar fyrir sér hvort allir leikmenn deildarinnar fái viðlíka stuðning og hún fær hjá West Ham. „Ég ætla ekki að ljúga, ég er ekki beint frábær í að vera ólétt,“ sagði Dagný í viðtali við talkSPORT. „Sem íþróttakona er erfitt að vera vön því að geta stjórnað líkama sínum en svo allt í einu getur þú það ekki. Ég fæ enn morgunógleði, þó ég sé á síðasta þriðjungi óléttunnar. Æli nánast daglega svo það er ákveðin brekka.“ „En ég veit að þetta er tímabundið og við enda ganganna eru mögnuð verðlaun svo þetta mun allt vera þess virði.“ Aðspurð hversu mikilvægur stuðningur West Ham væri á tímum sem þessum þá sagði hún að sveigjanleiki félagsins væri algjört lykilatriði. „Þegar þú ert ólétt þá færðu augljóslega öðruvísi hlutverk í liðinu. Hormónin eru svo út um allt, það er mikið af tilfinningum í gangi svo það er mikilvægt að félagði styðji vel við bakið á þér.“ „Ég reyni að mæta alla daga en stundum get ég það hreinlega ekki því ég er veik. Félagið tekur því en annars er ég með liðinu á æfingum nærri daglega. Ég fer ekki með í útileikina en ég er á öllum heimaleikjum, hef aðeins misst af einum á þessari leiktíð vegna veikinda svo ég varð að horfa í sjónvarpinu.“ „Að finna fyrir stuðningnum frá West Ham á meðan óléttunni stendur og vitandi að félagið er þarna fyrir mig eftir fæðinguna, það skiptir miklu máli.“ There is still many things that can be done better for football moms, but we re taking baby steps forward which is positive!https://t.co/UFJJ96NeE2— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) December 7, 2023 Samkvæmt regluverki ensku úrvalsdeildarinnar eiga óléttir leikmenn aðeins rétt á 14 vikum á fullum launum. Það regluverk er tiltölulega nýtt en það var aðeins í september á síðasta ári sem Toni Duggan, leikmaður Everton, varð fyrsti kvenkynsleikmaður Englands til að fá laun sín borguð meðan hún var ólétt. Fram að því höfðu félögin ákveðið sjálf hvort þau greiddu leikmönnum laun eður ei. Nú eru lið skyldug til að borga 14 vikna laun en mega borga meira ef sá gállinn er á þeim. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Dagný veltir hins vegar fyrir sér hvort allir leikmenn deildarinnar fái viðlíka stuðning og hún fær hjá West Ham. „Ég ætla ekki að ljúga, ég er ekki beint frábær í að vera ólétt,“ sagði Dagný í viðtali við talkSPORT. „Sem íþróttakona er erfitt að vera vön því að geta stjórnað líkama sínum en svo allt í einu getur þú það ekki. Ég fæ enn morgunógleði, þó ég sé á síðasta þriðjungi óléttunnar. Æli nánast daglega svo það er ákveðin brekka.“ „En ég veit að þetta er tímabundið og við enda ganganna eru mögnuð verðlaun svo þetta mun allt vera þess virði.“ Aðspurð hversu mikilvægur stuðningur West Ham væri á tímum sem þessum þá sagði hún að sveigjanleiki félagsins væri algjört lykilatriði. „Þegar þú ert ólétt þá færðu augljóslega öðruvísi hlutverk í liðinu. Hormónin eru svo út um allt, það er mikið af tilfinningum í gangi svo það er mikilvægt að félagði styðji vel við bakið á þér.“ „Ég reyni að mæta alla daga en stundum get ég það hreinlega ekki því ég er veik. Félagið tekur því en annars er ég með liðinu á æfingum nærri daglega. Ég fer ekki með í útileikina en ég er á öllum heimaleikjum, hef aðeins misst af einum á þessari leiktíð vegna veikinda svo ég varð að horfa í sjónvarpinu.“ „Að finna fyrir stuðningnum frá West Ham á meðan óléttunni stendur og vitandi að félagið er þarna fyrir mig eftir fæðinguna, það skiptir miklu máli.“ There is still many things that can be done better for football moms, but we re taking baby steps forward which is positive!https://t.co/UFJJ96NeE2— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) December 7, 2023 Samkvæmt regluverki ensku úrvalsdeildarinnar eiga óléttir leikmenn aðeins rétt á 14 vikum á fullum launum. Það regluverk er tiltölulega nýtt en það var aðeins í september á síðasta ári sem Toni Duggan, leikmaður Everton, varð fyrsti kvenkynsleikmaður Englands til að fá laun sín borguð meðan hún var ólétt. Fram að því höfðu félögin ákveðið sjálf hvort þau greiddu leikmönnum laun eður ei. Nú eru lið skyldug til að borga 14 vikna laun en mega borga meira ef sá gállinn er á þeim.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira