Innlent

Meintir baðgestir í Bláa lóninu voru starfs­menn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hinir meintu baðgestir voru starfsmenn.
Hinir meintu baðgestir voru starfsmenn. Vísir/Vilhelm

Meintir baðgestir sem ljósmyndari fréttastofu náði mynd af í gær í Bláa lóninu voru starfsmenn lónsins. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. 

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu við Grindavík í gær. Það vakti athygli hans að sjá fólk ofan í Bláa lóninu en lónið hefur verið lokað almenningi síðan þann 9. nóvember. Ekki náðist í Helgu í gærkvöldi.

Varnargarðsvinna við Bláa lónið gengur vel.Vísir/Vilhelm

Fara yfir lónið fyrir opnun

„Myndin er af starfsmönnum Bláa Lónsins sem voru að fara yfir lónið fyrir opnun en áætlanir stóðu til þess að opna í dag. Því var þó frestað seinnipartinn í gær til fimmtudagsins næstkomandi,“ segir Helga í skriflegu svari til fréttastofu.

Hún segir starfsmenn hafa fullt leyfi frá klukkan 07:00 til 21:00 alla daga til að sinna ýmsum viðhalds og undirbúningsstörfum á vettvangi. Öryggisverðir vakti svæðið og fylgist með öllum athafnasvæðum.


Tengdar fréttir

Böðuðu sig í lokuðu Bláa lóninu

Fólk naut þess að baða sig í Bláa lóninu í dag. Lónið hefur verið lokað almenningi síðan 9. nóvember vegna hættu á eldgosi í Svartsengi og nágrenni.

Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi

Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina.

Varnargarðar víða komnir upp í endanlega hæð

Vinna við varnargarðana á Reykjanesi gengur vel. Búið er að flytja að mestu efni úr nærliggjandi námum og er nú nær eingöngu unnið með efni af svæðinu. Verklok munu skýrast á næstu tveimur vikum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×