Varnargarðar víða komnir upp í endanlega hæð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 17:00 Sundhnúkagarður er kominn upp í endanlega hæð. Verkís Vinna við varnargarðana á Reykjanesi gengur vel. Búið er að flytja að mestu efni úr nærliggjandi námum og er nú nær eingöngu unnið með efni af svæðinu. Verklok munu skýrast á næstu tveimur vikum. „Það má segja að verkið sé á svipuðum stað og í síðustu viku. Það hefur bara verið góður gangur í þessu. Núna horfum við til þess hvernig næstu tvær vikur verða og gerum ráð fyrir því að þetta fari langt á þeim tíma,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur vinnan við varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu gengið betur en von var á. Ástæðan er sú að betur hefur gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. Menn orðnir lúnir „Við höfum minnkað aðeins akstur á efni inn á svæðið. Við erum komin með töluvert mikið af efni og erum nú að vinna með það sem er á staðnum og að ýta upp staðbundnu efni. Það er mesta áherslan á því núna, þannig að við ætlum að minnka akstur bíla úr námum.“ Ari segir garðinn víða kominn upp í endanlega hæð. Við Sundhnjúka sé hann kominn upp í átta metra hæð, þar séu einstaka skörð sem verið sé að klára að fylla. „Síðan eru aðrir kaflar sem eiga nokkra metra eftir í hæð í Svartsengisgarðinum,“ segir Ari. Hann segir að byrjað sé að hlaða í varnargarðinn sitthvorum megin við Bláa lónið. Svartsengisgarður, austast. Verkís Áður hefur komi fram að sextíu til sjötíu manns starfi á svæðinu í vaktavinnu allan tíma sólahringsins. Ari segir að mannskapnum hafi aðeins fækkað þar sem vinnan sé orðin staðbundin en hefur ekki nákvæma tölu yfir starfsmenn. Eru menn orðnir þreyttir eða hafið þið verið að skipta mönnum út? „Það er náttúrulega unnið þarna á vöktum. Ég svo sem er ekki alveg með það á hreinu nákvæmlega hvað menn hafa skipt mikið út en það gefur augaleið að menn eru að sjálfsögðu orðnir lúnir, en áfram um það að klára þetta og það er ágætur gangur í því.“ Ari segir endanlega dagsetningu um verklok ekki liggja fyrir á þessum tímapunkti. Eftir um það bil tvær vikur ætti verkið þó að vera komið á góðan stað og muni það því skýrast þá. Svartsengisgarður, nálægt Bláa lóninu.Verkís Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
„Það má segja að verkið sé á svipuðum stað og í síðustu viku. Það hefur bara verið góður gangur í þessu. Núna horfum við til þess hvernig næstu tvær vikur verða og gerum ráð fyrir því að þetta fari langt á þeim tíma,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur vinnan við varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu gengið betur en von var á. Ástæðan er sú að betur hefur gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. Menn orðnir lúnir „Við höfum minnkað aðeins akstur á efni inn á svæðið. Við erum komin með töluvert mikið af efni og erum nú að vinna með það sem er á staðnum og að ýta upp staðbundnu efni. Það er mesta áherslan á því núna, þannig að við ætlum að minnka akstur bíla úr námum.“ Ari segir garðinn víða kominn upp í endanlega hæð. Við Sundhnjúka sé hann kominn upp í átta metra hæð, þar séu einstaka skörð sem verið sé að klára að fylla. „Síðan eru aðrir kaflar sem eiga nokkra metra eftir í hæð í Svartsengisgarðinum,“ segir Ari. Hann segir að byrjað sé að hlaða í varnargarðinn sitthvorum megin við Bláa lónið. Svartsengisgarður, austast. Verkís Áður hefur komi fram að sextíu til sjötíu manns starfi á svæðinu í vaktavinnu allan tíma sólahringsins. Ari segir að mannskapnum hafi aðeins fækkað þar sem vinnan sé orðin staðbundin en hefur ekki nákvæma tölu yfir starfsmenn. Eru menn orðnir þreyttir eða hafið þið verið að skipta mönnum út? „Það er náttúrulega unnið þarna á vöktum. Ég svo sem er ekki alveg með það á hreinu nákvæmlega hvað menn hafa skipt mikið út en það gefur augaleið að menn eru að sjálfsögðu orðnir lúnir, en áfram um það að klára þetta og það er ágætur gangur í því.“ Ari segir endanlega dagsetningu um verklok ekki liggja fyrir á þessum tímapunkti. Eftir um það bil tvær vikur ætti verkið þó að vera komið á góðan stað og muni það því skýrast þá. Svartsengisgarður, nálægt Bláa lóninu.Verkís
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31