Mildari dómur í nauðgunarmáli vegna Landsréttarmálsins Jón Þór Stefánsson skrifar 8. desember 2023 17:14 Landsréttarmálið hefur enn áhrif, en Landsréttur kvað upp nýjan dóm í nauðgunarmáli í dag vegna þess. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir Fjölni Guðsteinssyni fyrir nauðgun sem átti sér stað árið í júní 2015. Maðurinn fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina í Héraðsdómi Suðurlands árið 2018 og Landsréttur þyngdi dóminn upp í tvö ár og sex mánuði, sama ár. Endurupptökudómur úrskurðaði í janúar á þessu ári að málið skyldi tekið upp á ný, og Landsréttur gaf manninum í dag átján mánaða fangelsisdóm. Málið var tekið upp á ný á forsendum Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Nauðgun í eftirpartýi Manninum var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Fjölnir krafðist ómerkingu dómsins vegna annmarka í dómi Héraðsdóms Suðurlands, en Landsréttur féllst ekki á það, þó að forsendur hins áfrýjaða dóms væru „knappar“. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti Dómsmálaráðherra árið 2019 vegna skipan dómara í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Framburður brotaþola þótti fá stoð í framburði vitnisins. Hins vegar þótti Landsrétti framburður mannsins ótrúverðugur. Við ákvörðun refsingar Landsréttar að þessu sinni var litið til þess hversu mikið málið hefði dregist og var niðurstaða dómstólsins því átján mánaða fangelsisdómur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mátti ekki þyngja dóm föður sem káfaði á dóttur sinni Hæstiréttur hefur mildað dóm Landsréttar yfir manni sem sakfelldur var fyrir að káfa á dóttur sinni í tvö skipti. Málið er eitt þeirra sem fór fyrir Endurupptökudóm í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. 7. júní 2023 17:14 Áfrýjaði nauðgunardómi og uppskar þyngri dóm Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Fjölni Guðsteinssyni fyrir nauðgun í júní 2015. 5. október 2018 16:16 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Málið var tekið upp á ný á forsendum Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Nauðgun í eftirpartýi Manninum var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Fjölnir krafðist ómerkingu dómsins vegna annmarka í dómi Héraðsdóms Suðurlands, en Landsréttur féllst ekki á það, þó að forsendur hins áfrýjaða dóms væru „knappar“. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti Dómsmálaráðherra árið 2019 vegna skipan dómara í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Framburður brotaþola þótti fá stoð í framburði vitnisins. Hins vegar þótti Landsrétti framburður mannsins ótrúverðugur. Við ákvörðun refsingar Landsréttar að þessu sinni var litið til þess hversu mikið málið hefði dregist og var niðurstaða dómstólsins því átján mánaða fangelsisdómur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mátti ekki þyngja dóm föður sem káfaði á dóttur sinni Hæstiréttur hefur mildað dóm Landsréttar yfir manni sem sakfelldur var fyrir að káfa á dóttur sinni í tvö skipti. Málið er eitt þeirra sem fór fyrir Endurupptökudóm í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. 7. júní 2023 17:14 Áfrýjaði nauðgunardómi og uppskar þyngri dóm Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Fjölni Guðsteinssyni fyrir nauðgun í júní 2015. 5. október 2018 16:16 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Mátti ekki þyngja dóm föður sem káfaði á dóttur sinni Hæstiréttur hefur mildað dóm Landsréttar yfir manni sem sakfelldur var fyrir að káfa á dóttur sinni í tvö skipti. Málið er eitt þeirra sem fór fyrir Endurupptökudóm í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. 7. júní 2023 17:14
Áfrýjaði nauðgunardómi og uppskar þyngri dóm Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Fjölni Guðsteinssyni fyrir nauðgun í júní 2015. 5. október 2018 16:16