Saksóknari hótar heilbrigðisstarfsmönnum þvert á úrskurð dómara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 12:10 Ekki er vitað hvort dómnum verður áfrýjað. Google Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur heimilað konu að gangast undir þungunarrof, jafnvel þótt lög ríkisins heimili það ekki. Talið er að um sé að ræða fyrsta þungunarrofið sem dómstóll leggur blessun sína eftir að Roe gegn Wade var snúið af Hæstarétti. Eftir að dómur féll í því máli er ríkjum nú í sjálfsvald sett hvernig þau haga aðgengi kvenna að þungunarrofi og hafa mörg þeirra takmarkað gengið á lagið og takmarkað mjög þennan áður óskoraðan rétt kvenna. Málið í Texas varðaði Kate Cox, 31 árs konu sem gengin er 20 vikur á leið. Fóstrið hefur verið greint með Edwards-heilkenni, einnig kallað þrístæðu 18, sem er afar sjaldgæft en leiðir oftast til fósturláts eða andvanafæðingar, eða þá að barnið deyr innan árs eftir fæðingu. Læknar Cox sögðu að lögum samkvæmt mættu þeir ekki framkvæma þungunarrof en hún ákvað þá að fara með málið fyrir dóm. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrofið myndi ekki aðeins vernda Cox frá hættulegri fæðingu heldur einnig varðveita frjósemi hennar, sem gæti annars verið í hættu. „Sú staðreynd að Cox langar sárlega að verða ólétt og að þessi löggjöf gæti raunverulega leitt til þess að hún fer á mis við þann möguleika er sláandi og væri raunverulegt óréttlæti,“ sagði dómarinn þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Cox sást þerra tár þegar hún heyrði niðurstöðuna en hún greindi frá því í fjölmiðlum að hún og eiginmaður hennar, sem eiga tvö börn fyrir, hefðu alltaf hugsað sér að eignast stóra fjölskyldu og að það hefði aldrei verið ætlun hennar að gangast undir þungunarrof. Viðbrögð ríkissaksóknarans í málinu hafa verið með nokkrum ólíkindum en eftir að dómurinn lá fyrir sendi hann erindi á heilbrigðisyfirvöld í Houston, þar sem læknir Cox, starfar og varaði þau við því að læknirinn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn gætu átt yfir höfði sér saksókn ef þeir aðstoðuðu við þungunarrof. Þvert á niðurstöðu dómarans, sem bannaði yfirvöldum að koma í veg fyrir að Cox gengist undir þungunarrof, sagði saksókarinn að ákvörðun dómarans myndi ekki forða heilbrigðisstarfsfólkinu frá ákærum. Málið varðar ekki aðeins almennan rétt kvenna til þungunarrofs heldur hafa heilbrigðisstarfsmenn verið í nokkrum vanda vegna nýrra laga sem kveða á um takmarkaðan rétt til að veita þungunarrofsþjónustu ef um er að ræða tilvik þar sem líf og heilsa móður er í húfi. Engar frekari skýringar er að finna í lögunum og því lendir það á herðum heilbrigðisstarfsmanna að ákveða hvað þeir gera en þeir eiga þá á hættu að verða sóttir til saka ef þeir þykja hafa gengið of langt. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið. Þungunarrof Jafnréttismál Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Eftir að dómur féll í því máli er ríkjum nú í sjálfsvald sett hvernig þau haga aðgengi kvenna að þungunarrofi og hafa mörg þeirra takmarkað gengið á lagið og takmarkað mjög þennan áður óskoraðan rétt kvenna. Málið í Texas varðaði Kate Cox, 31 árs konu sem gengin er 20 vikur á leið. Fóstrið hefur verið greint með Edwards-heilkenni, einnig kallað þrístæðu 18, sem er afar sjaldgæft en leiðir oftast til fósturláts eða andvanafæðingar, eða þá að barnið deyr innan árs eftir fæðingu. Læknar Cox sögðu að lögum samkvæmt mættu þeir ekki framkvæma þungunarrof en hún ákvað þá að fara með málið fyrir dóm. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrofið myndi ekki aðeins vernda Cox frá hættulegri fæðingu heldur einnig varðveita frjósemi hennar, sem gæti annars verið í hættu. „Sú staðreynd að Cox langar sárlega að verða ólétt og að þessi löggjöf gæti raunverulega leitt til þess að hún fer á mis við þann möguleika er sláandi og væri raunverulegt óréttlæti,“ sagði dómarinn þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Cox sást þerra tár þegar hún heyrði niðurstöðuna en hún greindi frá því í fjölmiðlum að hún og eiginmaður hennar, sem eiga tvö börn fyrir, hefðu alltaf hugsað sér að eignast stóra fjölskyldu og að það hefði aldrei verið ætlun hennar að gangast undir þungunarrof. Viðbrögð ríkissaksóknarans í málinu hafa verið með nokkrum ólíkindum en eftir að dómurinn lá fyrir sendi hann erindi á heilbrigðisyfirvöld í Houston, þar sem læknir Cox, starfar og varaði þau við því að læknirinn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn gætu átt yfir höfði sér saksókn ef þeir aðstoðuðu við þungunarrof. Þvert á niðurstöðu dómarans, sem bannaði yfirvöldum að koma í veg fyrir að Cox gengist undir þungunarrof, sagði saksókarinn að ákvörðun dómarans myndi ekki forða heilbrigðisstarfsfólkinu frá ákærum. Málið varðar ekki aðeins almennan rétt kvenna til þungunarrofs heldur hafa heilbrigðisstarfsmenn verið í nokkrum vanda vegna nýrra laga sem kveða á um takmarkaðan rétt til að veita þungunarrofsþjónustu ef um er að ræða tilvik þar sem líf og heilsa móður er í húfi. Engar frekari skýringar er að finna í lögunum og því lendir það á herðum heilbrigðisstarfsmanna að ákveða hvað þeir gera en þeir eiga þá á hættu að verða sóttir til saka ef þeir þykja hafa gengið of langt. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið.
Þungunarrof Jafnréttismál Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira