Penn glatar 100 milljón dala gjöf vegna svara forsetans um þjóðarmorð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 08:06 Svör Magill fyrir þingnefndinni hafa vakið mikla reiði. AP/Mark Schiefelbein University of Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur tapað 100 milljón dala gjöf eftir vitnisburð forseta skólans fyrir þingnefnd á þriðjudag. Elizabeth Magill, Claudine Gay, forseti Harvard, og Sally Kornbluth, forseti MIT, mættu saman fyrir þingnefndina og svöruðu spurningum um gyðingaandúð í háskólum. Það vakti mikla reiði þegar allar komu sér undan því að svara því hvernig viðurlögum yrði háttað gegn þeim nemendum sem kölluðu eftir þjóðarmorði í gyðingum. Vaxandi spennu hefur gætt í háskólum í Bandaríkjunum í kjölfar árása Hamas á Ísrael og árásir Ísraelsmanna á Gasa. Efnt hefur verið til fjölda mótmæla. Ross Stevens, stofnandi og framkvæmdastjóri Stone Ridge Asset Management greindi frá því í erindi til skólans að honum hefði ofboðið svör Magill fyrir þingnefndinni og að hann teldi sig nú í fullum rétti að afturkalla gjöf sína til Penn; 100 milljónir dala í hlutabréfum í Stone Ridge. Penn, eins og skólinn er jafnan kallaður, er einn elsti háskóli Bandaríkjanna og í deild með skólum á borð við Harvard, Yale og Columbia. Þá er Wharton, einn virtasti viðskiptaháskóli heims, starfræktur við Penn. Framganga forsetanna fyrir þingnefndinni hefur, líkt og fyrr segir, vakið mikla reiði. Allir komu sér undan því að svara spurningu þingkonunnar Elise Stefanik, sem spurði hvort það bryti gegn reglum skólanna ef nemendur kölluðu eftir þjóðarmorði á gyðingum. Sagðist hún vilja já eða nei svar en forsetarnir komu sér undan því og sögðu, hver á sinn hátt, að samhengið skipti máli. Magill hefur sent frá sér myndskeið þar sem hún biðst afsökunar á svörum sínum en segist hafa verið að einblína á reglur skólans, sem séu til samræmis við stjórnarskrá landsins. Þannig sé ekki refsivert að nýta sér málfrelsið. Þess í stað hefði hún átt að sjá og endurspegla það í svörum sínum að það að kalla eftir þjóðarmorði á gyðingum væri að hvetja til hræðilegasta ofbeldisins sem maðurinn væri fær um að fremja. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Elizabeth Magill, Claudine Gay, forseti Harvard, og Sally Kornbluth, forseti MIT, mættu saman fyrir þingnefndina og svöruðu spurningum um gyðingaandúð í háskólum. Það vakti mikla reiði þegar allar komu sér undan því að svara því hvernig viðurlögum yrði háttað gegn þeim nemendum sem kölluðu eftir þjóðarmorði í gyðingum. Vaxandi spennu hefur gætt í háskólum í Bandaríkjunum í kjölfar árása Hamas á Ísrael og árásir Ísraelsmanna á Gasa. Efnt hefur verið til fjölda mótmæla. Ross Stevens, stofnandi og framkvæmdastjóri Stone Ridge Asset Management greindi frá því í erindi til skólans að honum hefði ofboðið svör Magill fyrir þingnefndinni og að hann teldi sig nú í fullum rétti að afturkalla gjöf sína til Penn; 100 milljónir dala í hlutabréfum í Stone Ridge. Penn, eins og skólinn er jafnan kallaður, er einn elsti háskóli Bandaríkjanna og í deild með skólum á borð við Harvard, Yale og Columbia. Þá er Wharton, einn virtasti viðskiptaháskóli heims, starfræktur við Penn. Framganga forsetanna fyrir þingnefndinni hefur, líkt og fyrr segir, vakið mikla reiði. Allir komu sér undan því að svara spurningu þingkonunnar Elise Stefanik, sem spurði hvort það bryti gegn reglum skólanna ef nemendur kölluðu eftir þjóðarmorði á gyðingum. Sagðist hún vilja já eða nei svar en forsetarnir komu sér undan því og sögðu, hver á sinn hátt, að samhengið skipti máli. Magill hefur sent frá sér myndskeið þar sem hún biðst afsökunar á svörum sínum en segist hafa verið að einblína á reglur skólans, sem séu til samræmis við stjórnarskrá landsins. Þannig sé ekki refsivert að nýta sér málfrelsið. Þess í stað hefði hún átt að sjá og endurspegla það í svörum sínum að það að kalla eftir þjóðarmorði á gyðingum væri að hvetja til hræðilegasta ofbeldisins sem maðurinn væri fær um að fremja.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira