Enski boltinn

Arteta: Við kennum engum um

Dagur Lárusson skrifar
Mikel Arteta.
Mikel Arteta. vísir/getty

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vildi ekki kenna David Raya um mörkin sem Luton skoraði gegn liðinu í gærkvöldi.

David Raya átti ekki sinn besta leik í marki Arsenal en hann hefði mögulega getað gert mikið betur í allaveganna tveimur af þremur mörkum Luton.

„Í kvöld fengum við á okkur mörk sem við erum ekki ánægðir með en það er hluti af þessu. Svona lagað gerist en það skiptir máli hvernig við bregðumst við þessu,“ byrjaði Arteta að segja.

„Við verðum að verjast betur sem lið, það eru ákveðnir hlutir sem fóru illa í mörkunum en þetta snýst ekki um að kenna einum né neinum um. Við höfum aldrei gert það og munum ekki byrja á því núna,“ hélt Arteta áfram að segja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×