„Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 1. desember 2023 11:25 Ragnheiður segir að íslensk stjórnvöld verði að bregðast við. Vísir/Ívar Fannar Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum . Lögmaður hennar kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. „Síðustu fóru klukkan hálfátta þegar við sáum að það var búið að loka hliðinu að fluginu til Osló. Bara til að vera alveg viss,“ segir húm og að hugur hafi verið í fólki. „Við trúum á málstaðinn og erum tilbúin til að ganga ansi langt til að styðja hana, og börnin, að það verði hlustað á þau og þau fái að velja. Og að Barnasáttmálinn sé virtur,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur það ágætt miðað við aðstæður. Hún finnur fyrir miklum meðbyr og er dálítið brött núna sem hún hefur ekki verið,“ segir Ragnheiður en hún hitti Eddu inni í fangelsinu á Hólmsheiði fyrir stuttu. Hún segir ákvörðunina um að fljúga með hana í nótt hafa verið mikið sjokk. Henni hafi verið tilkynnt í gærkvöldi af starfsfólki fangelsisins að fljúga ætti með hana til Noregs og að hún fengi ekki að tala við neinn áður. Edda hafi strax mótmælt því og krafist þess að fá að tala við lögmann sinn. „Við höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna. Við ætlum að berjast fyrir því að hún fái venjulega meðferð eins og fólk í hennar stöðu,“ segir Ragnheiður og að það sé í boði að setja á hana til dæmis ökklaband eða hafa hana áfram í farbanni. „Það er alger óþarfi að manneskja eins og hún, sem ekki hefur framkvæmt ofbeldisverk eða neitt slíkt, að hún þurfi að vera í gæsluvarðhaldi í sex vikur eða lengi,“ segir Ragnheiður en óvíst er hvenær þingfesting, fyrirtaka og aðalmeðferð fer fram í máli Eddu Bjarkar. Hafi aldrei ætlað að flýja Ragnheiður segir það aldrei hafa komið til greina hjá Eddu að flýja. Hún hafi alltaf ætlað að mæta. Hennar tilgangur sé að halda fjölskyldunni saman og það sé ólíklegt miðað við það að hún flýi úr landi. „Hún vill vinna að því að börnin hennar fái að vera hér áfram og hún líka.“ Ragnheiður segir syni hennar þrjá, sem málið snýst um, í öruggum höndum. Dætur hennar tvær sé hjá stjúppabba sínum og að eldri synir hennar, sem séu á fullorðinsaldri, séu heima hjá sér. „Þetta er rosalegt áfall. Að foreldrar barna séu settir í fangelsi er rosalegt áfall,“ segir Ragnheiður um líðan barnanna. Hún segir áríðandi að íslensk stjórnvöld bregðist við í þessu máli. Fjölskyldumál Lögreglumál Noregur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum . Lögmaður hennar kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. „Síðustu fóru klukkan hálfátta þegar við sáum að það var búið að loka hliðinu að fluginu til Osló. Bara til að vera alveg viss,“ segir húm og að hugur hafi verið í fólki. „Við trúum á málstaðinn og erum tilbúin til að ganga ansi langt til að styðja hana, og börnin, að það verði hlustað á þau og þau fái að velja. Og að Barnasáttmálinn sé virtur,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur það ágætt miðað við aðstæður. Hún finnur fyrir miklum meðbyr og er dálítið brött núna sem hún hefur ekki verið,“ segir Ragnheiður en hún hitti Eddu inni í fangelsinu á Hólmsheiði fyrir stuttu. Hún segir ákvörðunina um að fljúga með hana í nótt hafa verið mikið sjokk. Henni hafi verið tilkynnt í gærkvöldi af starfsfólki fangelsisins að fljúga ætti með hana til Noregs og að hún fengi ekki að tala við neinn áður. Edda hafi strax mótmælt því og krafist þess að fá að tala við lögmann sinn. „Við höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna. Við ætlum að berjast fyrir því að hún fái venjulega meðferð eins og fólk í hennar stöðu,“ segir Ragnheiður og að það sé í boði að setja á hana til dæmis ökklaband eða hafa hana áfram í farbanni. „Það er alger óþarfi að manneskja eins og hún, sem ekki hefur framkvæmt ofbeldisverk eða neitt slíkt, að hún þurfi að vera í gæsluvarðhaldi í sex vikur eða lengi,“ segir Ragnheiður en óvíst er hvenær þingfesting, fyrirtaka og aðalmeðferð fer fram í máli Eddu Bjarkar. Hafi aldrei ætlað að flýja Ragnheiður segir það aldrei hafa komið til greina hjá Eddu að flýja. Hún hafi alltaf ætlað að mæta. Hennar tilgangur sé að halda fjölskyldunni saman og það sé ólíklegt miðað við það að hún flýi úr landi. „Hún vill vinna að því að börnin hennar fái að vera hér áfram og hún líka.“ Ragnheiður segir syni hennar þrjá, sem málið snýst um, í öruggum höndum. Dætur hennar tvær sé hjá stjúppabba sínum og að eldri synir hennar, sem séu á fullorðinsaldri, séu heima hjá sér. „Þetta er rosalegt áfall. Að foreldrar barna séu settir í fangelsi er rosalegt áfall,“ segir Ragnheiður um líðan barnanna. Hún segir áríðandi að íslensk stjórnvöld bregðist við í þessu máli.
Fjölskyldumál Lögreglumál Noregur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira