Lét Hvergerðinga vita í febrúar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 15:42 Elliði Vignisson lét bæjaryfirvöld í Hveragerði vita af fyrirhuguðu rannsóknarleyfi vegna mögulegrar virkjunar í febrúar. Vísir/Egill Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segir erfitt að sitja undir ásökunum um að vilja ekki vinna með bæjarstjórninni í Hveragerði. Hann hafi sent Geir Sveinssyni, bæjarstjóra Hveragerðis, erindi um áform um rannsóknir á frekari virkjun í febrúar sem rætt hafi verið í bæjarráði Hveragerðis og samþykkt af bæjarstjórn í mars. „Það er nú þannig að 24. febrúar 2023 klukkan 13:04 þá sendi ég formlegt erindi á Hveragerði þar sem að við bentum á þessa fyrirætlan okkar í bréfi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann hefur sent Vísi afrit af tölvupóstsamskiptunum. Tilefnið eru fréttir af bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þar sem lýst er undrun vegna áætlana Ölfuss, Orkuveitu Reykjavíkur og Títan um virkjun í Ölfusdal, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Elliði bendir á að bréf hans hafi verið rætt á bæjarráðsfundi í Hveragerði þann 2. mars. Það sýni fundargögn á vef bæjarins en erindið hafi verið það fimmta á dagskrá þann daginn. Fundargerðin hafi síðan verið tekin upp í bæjarstjórn. Þar hafi erindið verið samþykkt, meðal annars af forseta bæjarstjórnar Hveragerðis, án mótmæla. Elliði er hissa á viðbrögðum nágranna sinna. Erfitt væri fyrir bæjarstjórn í Ölfusi að bera ábyrgð á því sem bæjarstjórn í Hveragerði hefði gert með erindið til hennar. „Það vakir alls ekki fyrir okkur að vera í einhverjum harðgír við nágranna okkar og samstarfsaðila en ja, það er erfitt að sitja undir ásökunum um það að vilja ekki vinna með fólki sem svarar ekki erindi.“ Deilir áhyggjum Hvergerðinga Elliði segir eðlilegt þegar um sé að ræða svo stórt mál að þá fari umræðan um víðan völl. Bæjaryfirvöld í Ölfusi séu hins vegar eingöngu að biðja um rannsóknarleyfi. „Við erum ekki að fara fram á nýtingarleyfi, þetta er rannsóknarleyfi til að kanna þekkt orkusvæði, sem meðal annars er nýtt í dag til að kynda hús í Hveragerði.“ Elliði segist skilja áhyggjur Hvergerðinga af náttúruperlum líkt og Reykjadal og segist deila þeim áhyggjum. Gríðarlegu máli skipti hvernig sé staðið að hlutunum. „Og minni svo sem á þetta að þó að bílastæðið sé í Hveragerði, þá er þetta fólk gestir Ölfussins og við tökum þessum náttúruperlum alvarlega en við gerðum það líka með orkumálin. Við tökum þeim líka alvarlega og viljum þess vegna skoða af yfirvegun og fordómalaust hvort þarna sé hægt að standa að frekari nýtingu án þess að skerða lífsgæði íbúa eða skaða náttúruna.“ Ekki of seint að taka samtalið Muntu þá í framhaldinu ræða þetta mál við kollega þína í Hveragerði? „Já, við hefðum nú helst viljað gera það þegar við sendum erindið. En ef Hvergerðingar vilja heldur gera það núna þá er það ekki of seint. Það er ekki búið að gera neitt,“ segir Elliði. „Við erum að sækja um rannsóknarleyfi á stað sem er þegar nýttur til húshitunar í Hveragerði og við vitum það að hér á svæðinu, sérstaklega uppi í Árborg, er mikil þörf fyrir varma, þannig að það væri nú algjört ábyrgðarleysi að skoða þetta ekki. En hvort að það leiði svo til nýtingar, það verða bara gögnin og áherslurnar að sýna. En þessar áhyggjur Hvergerðinga, við bara deilum þeim með þeim og gerum okkur grein fyrir því að þetta er viðkvæmt svæði og höfum þess vegna ekki í hyggju neitt annað en að ganga vel um það, bæði Hveragerðismegin og okkar megin.“ Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
„Það er nú þannig að 24. febrúar 2023 klukkan 13:04 þá sendi ég formlegt erindi á Hveragerði þar sem að við bentum á þessa fyrirætlan okkar í bréfi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann hefur sent Vísi afrit af tölvupóstsamskiptunum. Tilefnið eru fréttir af bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þar sem lýst er undrun vegna áætlana Ölfuss, Orkuveitu Reykjavíkur og Títan um virkjun í Ölfusdal, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Elliði bendir á að bréf hans hafi verið rætt á bæjarráðsfundi í Hveragerði þann 2. mars. Það sýni fundargögn á vef bæjarins en erindið hafi verið það fimmta á dagskrá þann daginn. Fundargerðin hafi síðan verið tekin upp í bæjarstjórn. Þar hafi erindið verið samþykkt, meðal annars af forseta bæjarstjórnar Hveragerðis, án mótmæla. Elliði er hissa á viðbrögðum nágranna sinna. Erfitt væri fyrir bæjarstjórn í Ölfusi að bera ábyrgð á því sem bæjarstjórn í Hveragerði hefði gert með erindið til hennar. „Það vakir alls ekki fyrir okkur að vera í einhverjum harðgír við nágranna okkar og samstarfsaðila en ja, það er erfitt að sitja undir ásökunum um það að vilja ekki vinna með fólki sem svarar ekki erindi.“ Deilir áhyggjum Hvergerðinga Elliði segir eðlilegt þegar um sé að ræða svo stórt mál að þá fari umræðan um víðan völl. Bæjaryfirvöld í Ölfusi séu hins vegar eingöngu að biðja um rannsóknarleyfi. „Við erum ekki að fara fram á nýtingarleyfi, þetta er rannsóknarleyfi til að kanna þekkt orkusvæði, sem meðal annars er nýtt í dag til að kynda hús í Hveragerði.“ Elliði segist skilja áhyggjur Hvergerðinga af náttúruperlum líkt og Reykjadal og segist deila þeim áhyggjum. Gríðarlegu máli skipti hvernig sé staðið að hlutunum. „Og minni svo sem á þetta að þó að bílastæðið sé í Hveragerði, þá er þetta fólk gestir Ölfussins og við tökum þessum náttúruperlum alvarlega en við gerðum það líka með orkumálin. Við tökum þeim líka alvarlega og viljum þess vegna skoða af yfirvegun og fordómalaust hvort þarna sé hægt að standa að frekari nýtingu án þess að skerða lífsgæði íbúa eða skaða náttúruna.“ Ekki of seint að taka samtalið Muntu þá í framhaldinu ræða þetta mál við kollega þína í Hveragerði? „Já, við hefðum nú helst viljað gera það þegar við sendum erindið. En ef Hvergerðingar vilja heldur gera það núna þá er það ekki of seint. Það er ekki búið að gera neitt,“ segir Elliði. „Við erum að sækja um rannsóknarleyfi á stað sem er þegar nýttur til húshitunar í Hveragerði og við vitum það að hér á svæðinu, sérstaklega uppi í Árborg, er mikil þörf fyrir varma, þannig að það væri nú algjört ábyrgðarleysi að skoða þetta ekki. En hvort að það leiði svo til nýtingar, það verða bara gögnin og áherslurnar að sýna. En þessar áhyggjur Hvergerðinga, við bara deilum þeim með þeim og gerum okkur grein fyrir því að þetta er viðkvæmt svæði og höfum þess vegna ekki í hyggju neitt annað en að ganga vel um það, bæði Hveragerðismegin og okkar megin.“
Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent