Gleðitíðindi að spila á Kópavogsvelli þar sem Blikar „þekkja hvert gervigras“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 11:30 Höskuldur Gunnlaugsson fær að leiða liðið sitt út á Kópavogsvöll í Sambandsdeildinni í dag. Vísir/Arnar Höskuldur Gunnlaugsson fagnar því að Blikar fá að spila leikinn á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu á þeirra eigin heimavelli í riðlakeppninni en ekki í Laugardalnum. Það kom þó ekki af góðu því færa þurfti leikinn af Laugardalsvellinum vegna veðuraðstæðna. UEFA tók þá einhliða ákvörðun að færa leikinn og vegna þess að flóðlýsingin á Kópavogsvellinum stenst ekki kröfur sambandsins þá þarf að spila leikinn klukkan 13.00 í dag. Blikar þurfa samt ekki að kvarta sjálfir yfir þessari breytingu enda spila þeir núna við aðstæður sem þeir þekkja svo vel. „Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras. Þetta er bara fagnaðarefni að fá að spila í riðlakeppninni sjálfri á Kópavogsvelli. Gleðitíðindi í heildina,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Klippa: Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras Breiðablik hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa en átt nokkra góða leiki engu að síður. Þeir töpuðu fyrri leiknum á móti ísraelska félaginu 3-2. Sama hugrekki og ákefð „Við gáfum þeim alvöru leik og við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark nokkuð snemma í seinni hálfleik. Við vorum á erfiðum útivelli og ég vil í grunninn sjá sama hugrekki og sömu ákefð,“ sagði Höskuldur. „Það sem betur mætti fara væri slæmi kaflinn í leiknum. Við reynum að lengja í góða kaflanum og hafa slæma kaflann ekki jafn dýrkeyptan,“ sagði Höskuldur. Heldur hann að stórstjörnurnar í Maccabi Tel Aviv séu pirraðir að þurfa að mæta klukkan eitt á gervigras. „Eflaust í einhverjum tilfellum en ég get ekki svarað fyrir þá persónulega. Ég held samt, eins og Halldór hafi sagt einhvers staðar, að heilt yfir fyrir þennan leik þá ætti þetta að vera til hins betra. Fótboltalega séð. Að vera hér á spegilsléttum og upphituðum gervigrasvelli frekar en að glíma við krefjandi aðstæður á Laugardalsvelli,“ sagði Höskuldur. Líka góð lengding fyrir þá „Ég held að þetta sé ekki bara góð lending fyrir okkur heldur líka fyrir þá,“ sagði Höskuldur. Blikar eru að fara spila fótboltaleik en fyrir leikinn er verið að tala um hluti eins og átök Ísraels og Palestínu og að Blikar ættu mögulega ekki að mæta til leiks. Fer þetta eitthvað í hausinn á Höskuldi? „Auðvitað er maður ekkert ónæmur fyrir þessu. Maður lifir ekki í helli og er ekkert ónæmur fyrir umræðu og áköllum. Maður er bara mennskur hvað það varðar. Þetta hefur einhver áhrif en ég er í því starfi að einbeita mér að því að mæta til leiks í þennan fótboltaleik,“ sagði Höskuldur. Engar yfirlýsingar „Ég held að ég sé ekki bestur til þess fallinn að fara að vera með einhverjar yfirlýsingar eða skoðanir hvað það varðar. Ef maður skoðar þetta aðeins lengra þá er það eina sem við getum gert, í þeirri stöðu sem er núna, er að mæta til leiks til að taka á þeim og reyna að sigra þá,“ sagði Höskuldur. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
UEFA tók þá einhliða ákvörðun að færa leikinn og vegna þess að flóðlýsingin á Kópavogsvellinum stenst ekki kröfur sambandsins þá þarf að spila leikinn klukkan 13.00 í dag. Blikar þurfa samt ekki að kvarta sjálfir yfir þessari breytingu enda spila þeir núna við aðstæður sem þeir þekkja svo vel. „Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras. Þetta er bara fagnaðarefni að fá að spila í riðlakeppninni sjálfri á Kópavogsvelli. Gleðitíðindi í heildina,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Klippa: Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras Breiðablik hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa en átt nokkra góða leiki engu að síður. Þeir töpuðu fyrri leiknum á móti ísraelska félaginu 3-2. Sama hugrekki og ákefð „Við gáfum þeim alvöru leik og við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark nokkuð snemma í seinni hálfleik. Við vorum á erfiðum útivelli og ég vil í grunninn sjá sama hugrekki og sömu ákefð,“ sagði Höskuldur. „Það sem betur mætti fara væri slæmi kaflinn í leiknum. Við reynum að lengja í góða kaflanum og hafa slæma kaflann ekki jafn dýrkeyptan,“ sagði Höskuldur. Heldur hann að stórstjörnurnar í Maccabi Tel Aviv séu pirraðir að þurfa að mæta klukkan eitt á gervigras. „Eflaust í einhverjum tilfellum en ég get ekki svarað fyrir þá persónulega. Ég held samt, eins og Halldór hafi sagt einhvers staðar, að heilt yfir fyrir þennan leik þá ætti þetta að vera til hins betra. Fótboltalega séð. Að vera hér á spegilsléttum og upphituðum gervigrasvelli frekar en að glíma við krefjandi aðstæður á Laugardalsvelli,“ sagði Höskuldur. Líka góð lengding fyrir þá „Ég held að þetta sé ekki bara góð lending fyrir okkur heldur líka fyrir þá,“ sagði Höskuldur. Blikar eru að fara spila fótboltaleik en fyrir leikinn er verið að tala um hluti eins og átök Ísraels og Palestínu og að Blikar ættu mögulega ekki að mæta til leiks. Fer þetta eitthvað í hausinn á Höskuldi? „Auðvitað er maður ekkert ónæmur fyrir þessu. Maður lifir ekki í helli og er ekkert ónæmur fyrir umræðu og áköllum. Maður er bara mennskur hvað það varðar. Þetta hefur einhver áhrif en ég er í því starfi að einbeita mér að því að mæta til leiks í þennan fótboltaleik,“ sagði Höskuldur. Engar yfirlýsingar „Ég held að ég sé ekki bestur til þess fallinn að fara að vera með einhverjar yfirlýsingar eða skoðanir hvað það varðar. Ef maður skoðar þetta aðeins lengra þá er það eina sem við getum gert, í þeirri stöðu sem er núna, er að mæta til leiks til að taka á þeim og reyna að sigra þá,“ sagði Höskuldur. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira