Gleðitíðindi að spila á Kópavogsvelli þar sem Blikar „þekkja hvert gervigras“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 11:30 Höskuldur Gunnlaugsson fær að leiða liðið sitt út á Kópavogsvöll í Sambandsdeildinni í dag. Vísir/Arnar Höskuldur Gunnlaugsson fagnar því að Blikar fá að spila leikinn á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu á þeirra eigin heimavelli í riðlakeppninni en ekki í Laugardalnum. Það kom þó ekki af góðu því færa þurfti leikinn af Laugardalsvellinum vegna veðuraðstæðna. UEFA tók þá einhliða ákvörðun að færa leikinn og vegna þess að flóðlýsingin á Kópavogsvellinum stenst ekki kröfur sambandsins þá þarf að spila leikinn klukkan 13.00 í dag. Blikar þurfa samt ekki að kvarta sjálfir yfir þessari breytingu enda spila þeir núna við aðstæður sem þeir þekkja svo vel. „Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras. Þetta er bara fagnaðarefni að fá að spila í riðlakeppninni sjálfri á Kópavogsvelli. Gleðitíðindi í heildina,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Klippa: Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras Breiðablik hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa en átt nokkra góða leiki engu að síður. Þeir töpuðu fyrri leiknum á móti ísraelska félaginu 3-2. Sama hugrekki og ákefð „Við gáfum þeim alvöru leik og við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark nokkuð snemma í seinni hálfleik. Við vorum á erfiðum útivelli og ég vil í grunninn sjá sama hugrekki og sömu ákefð,“ sagði Höskuldur. „Það sem betur mætti fara væri slæmi kaflinn í leiknum. Við reynum að lengja í góða kaflanum og hafa slæma kaflann ekki jafn dýrkeyptan,“ sagði Höskuldur. Heldur hann að stórstjörnurnar í Maccabi Tel Aviv séu pirraðir að þurfa að mæta klukkan eitt á gervigras. „Eflaust í einhverjum tilfellum en ég get ekki svarað fyrir þá persónulega. Ég held samt, eins og Halldór hafi sagt einhvers staðar, að heilt yfir fyrir þennan leik þá ætti þetta að vera til hins betra. Fótboltalega séð. Að vera hér á spegilsléttum og upphituðum gervigrasvelli frekar en að glíma við krefjandi aðstæður á Laugardalsvelli,“ sagði Höskuldur. Líka góð lengding fyrir þá „Ég held að þetta sé ekki bara góð lending fyrir okkur heldur líka fyrir þá,“ sagði Höskuldur. Blikar eru að fara spila fótboltaleik en fyrir leikinn er verið að tala um hluti eins og átök Ísraels og Palestínu og að Blikar ættu mögulega ekki að mæta til leiks. Fer þetta eitthvað í hausinn á Höskuldi? „Auðvitað er maður ekkert ónæmur fyrir þessu. Maður lifir ekki í helli og er ekkert ónæmur fyrir umræðu og áköllum. Maður er bara mennskur hvað það varðar. Þetta hefur einhver áhrif en ég er í því starfi að einbeita mér að því að mæta til leiks í þennan fótboltaleik,“ sagði Höskuldur. Engar yfirlýsingar „Ég held að ég sé ekki bestur til þess fallinn að fara að vera með einhverjar yfirlýsingar eða skoðanir hvað það varðar. Ef maður skoðar þetta aðeins lengra þá er það eina sem við getum gert, í þeirri stöðu sem er núna, er að mæta til leiks til að taka á þeim og reyna að sigra þá,“ sagði Höskuldur. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjá meira
UEFA tók þá einhliða ákvörðun að færa leikinn og vegna þess að flóðlýsingin á Kópavogsvellinum stenst ekki kröfur sambandsins þá þarf að spila leikinn klukkan 13.00 í dag. Blikar þurfa samt ekki að kvarta sjálfir yfir þessari breytingu enda spila þeir núna við aðstæður sem þeir þekkja svo vel. „Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras. Þetta er bara fagnaðarefni að fá að spila í riðlakeppninni sjálfri á Kópavogsvelli. Gleðitíðindi í heildina,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Klippa: Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras Breiðablik hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa en átt nokkra góða leiki engu að síður. Þeir töpuðu fyrri leiknum á móti ísraelska félaginu 3-2. Sama hugrekki og ákefð „Við gáfum þeim alvöru leik og við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark nokkuð snemma í seinni hálfleik. Við vorum á erfiðum útivelli og ég vil í grunninn sjá sama hugrekki og sömu ákefð,“ sagði Höskuldur. „Það sem betur mætti fara væri slæmi kaflinn í leiknum. Við reynum að lengja í góða kaflanum og hafa slæma kaflann ekki jafn dýrkeyptan,“ sagði Höskuldur. Heldur hann að stórstjörnurnar í Maccabi Tel Aviv séu pirraðir að þurfa að mæta klukkan eitt á gervigras. „Eflaust í einhverjum tilfellum en ég get ekki svarað fyrir þá persónulega. Ég held samt, eins og Halldór hafi sagt einhvers staðar, að heilt yfir fyrir þennan leik þá ætti þetta að vera til hins betra. Fótboltalega séð. Að vera hér á spegilsléttum og upphituðum gervigrasvelli frekar en að glíma við krefjandi aðstæður á Laugardalsvelli,“ sagði Höskuldur. Líka góð lengding fyrir þá „Ég held að þetta sé ekki bara góð lending fyrir okkur heldur líka fyrir þá,“ sagði Höskuldur. Blikar eru að fara spila fótboltaleik en fyrir leikinn er verið að tala um hluti eins og átök Ísraels og Palestínu og að Blikar ættu mögulega ekki að mæta til leiks. Fer þetta eitthvað í hausinn á Höskuldi? „Auðvitað er maður ekkert ónæmur fyrir þessu. Maður lifir ekki í helli og er ekkert ónæmur fyrir umræðu og áköllum. Maður er bara mennskur hvað það varðar. Þetta hefur einhver áhrif en ég er í því starfi að einbeita mér að því að mæta til leiks í þennan fótboltaleik,“ sagði Höskuldur. Engar yfirlýsingar „Ég held að ég sé ekki bestur til þess fallinn að fara að vera með einhverjar yfirlýsingar eða skoðanir hvað það varðar. Ef maður skoðar þetta aðeins lengra þá er það eina sem við getum gert, í þeirri stöðu sem er núna, er að mæta til leiks til að taka á þeim og reyna að sigra þá,“ sagði Höskuldur. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjá meira