Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 23:03 Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. Edda Björk var handtekin á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum en Edda Björk flutti þá til Íslands. Diljá Mist telur mál Eddu Bjarkar mjög sjaldgæft og lagði því fram fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í dag. Í fyrirspurninni spyr hún í fyrsta lagi hversu oft íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda og í hversu mörgum slíkum tilfellum dagsetning réttarhalda hafi ekki legið fyrir. Edda Björk sagði í yfirlýsingu í gær að hún hefði ekki gefið sig fram við lögreglu hér á landi þar sem dagsetning mögulegra réttarhalda í Noregi hefði ekki verið ákveðin og hún vildi ekki vera framseld í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma. Spyr hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu Í öðru lagi spyr Diljá Mist hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara. Í lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar segir að þegar endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli norrænnar handtökuskipunar liggur fyrir skuli afhenda eftirlýstan mann innan fimm sólarhringa. Ef eftirlýstur maður hefur ekki samþykkt afhendingu getur hann krafist úrskurðar héraðsdóms um hvort skilyrði laga fyrir afhendingu séu fyrir hendi. Ekki liggur fyrir hvort Edda Björk hafi farið fram á úrskurð héraðsdóms en úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir henni var kveðinn upp í gærkvöldi. Þá segir í lögunum að ríkissaksóknara sé heimilt að fresta afhendingu ef ríkar mannúðarástæður mæla með því. Loks spyr Diljá Mist hvort afhending íslenskra ríkisborgara hafi verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum. Fyrirspurn Diljár Mistar í heild sinni: Hversu oft hafa íslenskir ríkisborgarar verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda? Í hversu mörgum þessara tilfella lá dagsetning réttarhalda ekki fyrir? Svar óskast sundurliðað eftir ríkjum, þeim afbrotum sem viðkomandi aðilar voru grunaðir um og eftir því hvort dagsetning réttarhalda lá fyrir eða ekki. Hefur ríkissaksóknari frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara? Svar óskast sundurliðað eftir ástæðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Hefur afhending íslenskra ríkisborgara verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum? Svar óskast sundurliðað eftir skilyrðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Þingið hefur áhuga á málinu Diljá Mist er ekki fyrst þingmanna til þess að vekja athygli á málinu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þinginu í dag þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar. Katrín þakkaði Tómasi fyrir spurningarnar og kvaðst munu kynna sér málið betur í ljósi fyrirspurnar hans. Þá tók hún undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Alþingi Lögreglumál Dómsmál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Edda Björk var handtekin á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum en Edda Björk flutti þá til Íslands. Diljá Mist telur mál Eddu Bjarkar mjög sjaldgæft og lagði því fram fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í dag. Í fyrirspurninni spyr hún í fyrsta lagi hversu oft íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda og í hversu mörgum slíkum tilfellum dagsetning réttarhalda hafi ekki legið fyrir. Edda Björk sagði í yfirlýsingu í gær að hún hefði ekki gefið sig fram við lögreglu hér á landi þar sem dagsetning mögulegra réttarhalda í Noregi hefði ekki verið ákveðin og hún vildi ekki vera framseld í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma. Spyr hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu Í öðru lagi spyr Diljá Mist hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara. Í lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar segir að þegar endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli norrænnar handtökuskipunar liggur fyrir skuli afhenda eftirlýstan mann innan fimm sólarhringa. Ef eftirlýstur maður hefur ekki samþykkt afhendingu getur hann krafist úrskurðar héraðsdóms um hvort skilyrði laga fyrir afhendingu séu fyrir hendi. Ekki liggur fyrir hvort Edda Björk hafi farið fram á úrskurð héraðsdóms en úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir henni var kveðinn upp í gærkvöldi. Þá segir í lögunum að ríkissaksóknara sé heimilt að fresta afhendingu ef ríkar mannúðarástæður mæla með því. Loks spyr Diljá Mist hvort afhending íslenskra ríkisborgara hafi verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum. Fyrirspurn Diljár Mistar í heild sinni: Hversu oft hafa íslenskir ríkisborgarar verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda? Í hversu mörgum þessara tilfella lá dagsetning réttarhalda ekki fyrir? Svar óskast sundurliðað eftir ríkjum, þeim afbrotum sem viðkomandi aðilar voru grunaðir um og eftir því hvort dagsetning réttarhalda lá fyrir eða ekki. Hefur ríkissaksóknari frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara? Svar óskast sundurliðað eftir ástæðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Hefur afhending íslenskra ríkisborgara verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum? Svar óskast sundurliðað eftir skilyrðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Þingið hefur áhuga á málinu Diljá Mist er ekki fyrst þingmanna til þess að vekja athygli á málinu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þinginu í dag þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar. Katrín þakkaði Tómasi fyrir spurningarnar og kvaðst munu kynna sér málið betur í ljósi fyrirspurnar hans. Þá tók hún undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.
Alþingi Lögreglumál Dómsmál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55
Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19
Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55