Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2023 13:19 Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. Eins og fram hefur komið hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í fyrradag. Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Drengirnir ekki með Eddu „Undirritaður er lögmaður föður í máli sem hefur verið í fjölmiðlum iðulega verið kennt við norsku drengina. Í gær var móðir drengjanna handtekin. Þess má geta að drengirnir voru ekki með móður er hún var handtekin.“ Segir í yfirlýsingunni að faðirinn hafi ekki viljað fara með deilur foreldranna í blöðin til að halda hlífðarskyldi yfir börnunum. Hins vegar hafi móðir ítrekað farið með málið í fjölmiðla og sett fram einhliða frásögn. Leifur Runólfsson gætir hagsmuna föðurins.Vísir Dómstólar bæði í Noregi og á Íslandi, á tveimur dómstigum, hafi ávallt úrskurðað föður í hag eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega. Þá verði að hafa í huga að lögreglan í Noregi hafi óskað eftir því að móðirin verði framseld til Noregs og það ekki að ástæðulaus, að því er segir í yfirýsingunni. Fólk sem hafi drengina brjóti lög „Það er nauðsynlegt að þessir drengir finnist sem fyrst. Þá ber að geta þess að fólk sem er með þessa drengi í sinni umsjón er að brjóta íslensk hegningarlög og það má búast við að fá á sig kæru vegna þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Þá er einnig ljóst að sá sem reynir að villa um fyrir yfirvöldum, til dæmis með „statusum“ eða myllumerkinu: „Drengirnir eru hjá mér“ eða álíka er ekki síður alvarlegt og saknæmt athæfi. Með vísan til framangreinds og að endingu myndi undirritaður því vilja biðla til almennings sem hafa einhverja vitneskju um dvalarstað drengjann að hafa samband við lögreglu.“ Lögreglumál Noregur Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. 28. nóvember 2023 22:57 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Leita réttar síns vegna aðfarar sýslumanns í gær Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar ætla að leita réttar síns vegna aðgerða sýslumanns og lögreglu við heimili þeirra í gær. Þar fór fram aðfaraaðgerð á vegum sýslumanns en flytja átti þrjá drengi hennar í forsjá föður þeirra í Noregi. Aðgerðinni var frestað eftir um þrjár klukkustundir. 26. október 2023 19:09 Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Eins og fram hefur komið hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í fyrradag. Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Drengirnir ekki með Eddu „Undirritaður er lögmaður föður í máli sem hefur verið í fjölmiðlum iðulega verið kennt við norsku drengina. Í gær var móðir drengjanna handtekin. Þess má geta að drengirnir voru ekki með móður er hún var handtekin.“ Segir í yfirlýsingunni að faðirinn hafi ekki viljað fara með deilur foreldranna í blöðin til að halda hlífðarskyldi yfir börnunum. Hins vegar hafi móðir ítrekað farið með málið í fjölmiðla og sett fram einhliða frásögn. Leifur Runólfsson gætir hagsmuna föðurins.Vísir Dómstólar bæði í Noregi og á Íslandi, á tveimur dómstigum, hafi ávallt úrskurðað föður í hag eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega. Þá verði að hafa í huga að lögreglan í Noregi hafi óskað eftir því að móðirin verði framseld til Noregs og það ekki að ástæðulaus, að því er segir í yfirýsingunni. Fólk sem hafi drengina brjóti lög „Það er nauðsynlegt að þessir drengir finnist sem fyrst. Þá ber að geta þess að fólk sem er með þessa drengi í sinni umsjón er að brjóta íslensk hegningarlög og það má búast við að fá á sig kæru vegna þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Þá er einnig ljóst að sá sem reynir að villa um fyrir yfirvöldum, til dæmis með „statusum“ eða myllumerkinu: „Drengirnir eru hjá mér“ eða álíka er ekki síður alvarlegt og saknæmt athæfi. Með vísan til framangreinds og að endingu myndi undirritaður því vilja biðla til almennings sem hafa einhverja vitneskju um dvalarstað drengjann að hafa samband við lögreglu.“
Lögreglumál Noregur Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. 28. nóvember 2023 22:57 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Leita réttar síns vegna aðfarar sýslumanns í gær Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar ætla að leita réttar síns vegna aðgerða sýslumanns og lögreglu við heimili þeirra í gær. Þar fór fram aðfaraaðgerð á vegum sýslumanns en flytja átti þrjá drengi hennar í forsjá föður þeirra í Noregi. Aðgerðinni var frestað eftir um þrjár klukkustundir. 26. október 2023 19:09 Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. 28. nóvember 2023 22:57
Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21
Leita réttar síns vegna aðfarar sýslumanns í gær Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar ætla að leita réttar síns vegna aðgerða sýslumanns og lögreglu við heimili þeirra í gær. Þar fór fram aðfaraaðgerð á vegum sýslumanns en flytja átti þrjá drengi hennar í forsjá föður þeirra í Noregi. Aðgerðinni var frestað eftir um þrjár klukkustundir. 26. október 2023 19:09
Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11