Innlent

Lýsa eftir Eddu Björk

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lýst er eftir Eddu Björk Arnardóttur.
Lýst er eftir Eddu Björk Arnardóttur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að beðið sé um að þau sem kunna að hafa upplýsingar um hvar hana er að finna að hafa samband í síma 112. Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 1716@lrh.is.

Lögreglan vekur athygli á því að það getur varðað fangelsi allt að einu ári að aðstoða aðila við að komast undan handtöku, með því að fela viðkomandi, hjálpa við að flýja eða segja rangt til um hvar viðkomandi sé.

Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna sinna við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum.

Lands­rétt­ur staðfesti úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur fyrr á ár­inu um að syn­irn­ir skyldu tekn­ir úr um­sjá henn­ar og færðir aft­ur til föður síns í Nor­egi. Edda hefur kært þá niður­stöðu ís­lenskra dóm­stóla til Mannréttindadómstóls Evr­ópu.

Mikil lögregluaðgerð var fyrir utan heimili Eddu í síðasta mánuði þegar lögreglan mætti og ætlaði að sækja drengina þrjá og flytja þá aftur til Noregs. Eftir þrjár klukkustundir var aðgerðum frestað en bæði Edda og eiginmaður hennar voru handtekin á vettvangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×